Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir í færslu á Twitter-síðu sinni að glæpum hafi fjölgað í Þýskalandi eftir að landið hóf að taka á móti hælisleitendum. Þetta er annar dagurinn í röð sem Trump tjáir sig um um glæpatíðni í Þýskalandi á Twitter.
„Glæpum hefur fjölgað um 10% plús (ráðamenn vilja ekki segja frá því) síðan að byrjað var að taka á móti hælisleitendum. Önnur lönd eru jafnvel verri. Vertu klók, Ameríka!“ sagði forsetinn í færslunni sem sjá má hér að neðan. Trump virðist vera með Þýskaland á heilanum þessa dagana því að í gær sagði hann glæpi í Þýskalandi hafa aukist hratt.
Crime in Germany is up 10% plus (officials do not want to report these crimes) since migrants were accepted. Others countries are even worse. Be smart America!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 19, 2018
Þessar fullyrðingar Trump eru algjörlega á skjön við tölur sem þýska innanríkisráðuneytið sendi frá sér fyrr á árinu en þar kemur fram að glæpatíðni í Þýskalandi hafi ekki verið jafn lág síðan árið 1992.
The people of Germany are turning against their leadership as migration is rocking the already tenuous Berlin coalition. Crime in Germany is way up. Big mistake made all over Europe in allowing millions of people in who have so strongly and violently changed their culture!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2018