Kvikmyndin Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut um helgina áhorfendaverðlaun HBO á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Provincetown. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu en myndin hefur verið að gera góða hluti á kvikmyndahátíðum erlendis að undanförnu.
Myndin fjallar um tvær ólíkar konur, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungra íslenskra konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli.
Ísold segist í samtali við Fréttablaðið hafa fengið afar sterk viðbrögð við myndinni á hátíðinni. „Við erum himinlifandi með viðbrögð áhorfenda á Provincetown-hátíðinni og ég hef hugsanlega aldrei upplifað jafn gríðarsterk viðbrögð og nú,“ segir Ísold.
Andið eðlilega er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd en áður hefur hún leikstýrt stuttmyndunum á borð við Njálsgata og Útrás Reykjavík, sem báðar hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðum víða um heim. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011.