fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

BioClean: Umhverfisvænn kísilhreinsir sem svínvirkar!

Kynning

Marpól, Nýbýlavegi 18, Dalbrekkumegin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BioClean er afskaplega áhrifaríkur kísilhreinsir sem gott er að nota á sturtugler, keramikvaska, stálvaska, helluborð, bökunarofna, baðkör, jafnvel erfið strik á veggjum og margt fleira. Í rauninni virkar BioClean á flesta fleti með erfiðum blettum, en ólíkt mörgum kísilhreinsiefnum þá stendur BioClean við fyrirheitin: BioClean hreinlega svínvirkar!

Það er Marpól sem flytur inn og er umboðsaðili BioClean en framleiðandinn er bandaríska fyrirtækið BioClean Products. BioClean er umhverfisvænt efni með afar mildri lykt. Þegar annað þrýtur leiðist fólk stundum út í að notast við sterkar sýrur þegar það er að hreinsa burt kísil en slík efni geta verið hættuleg og heilsuspillandi að vinna með. BioClean er alls ekki þannig efni, heldur hættulaust og lyktarlítið.

BioClean er efni með kremáferð, líkt og tannkrem. Notast er við tusku eða pottasvamp við þrifin. Svampurinn (eða tuskan) er þá bleyttur fyrst og síðan undið úr honum mesta vatnið. BioClean er sett í svampinn og síðan nuddað á flötinn sem hreinsa skal. Það fer eftir fletinum hvort notast er við grófu eða fínu hliðina á svampinum, til dæmis er óhætt að nota grófu hliðina á sturtugler. Gott er að láta efnið liggja á fletinum í dálitla stund og halda síðan áfram að nudda með vel blautum svampinum eða tuskunni. Síðan er flöturinn skolaður með vatni og loks þurrkaður.

Ef verið er að þrífa postulínsbaðkör með BioClean er mælt með að ljúka meðferðinni á að nota hálkuvörn frá No

Skidding. Efninu er einfaldlega hellt í botn baðkarsins og látið standa í þrjár mínútur áður en það er skolað af með köldu vatni. Efnið myndar ósýnilega filmu á botni baðkarsins sem kemur í veg fyrir að fólk renni til. Efnið hefur engin áhrif á venjuleg þrif á baðkarinu og ein meðferð getur enst í allt að 5 ár.

BioClean er selt í versluninni Marpól sem er til húsa að Nýbýlavegi 18, Kópavogi – Dalbrekkumegin. Verslunin er opin virka daga frá kl. 9 til 17. Marpól ehf. tók til starfa árið 1994. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á alhliða ræstingalausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili. Marpól er umboðsaðili Pioneer-Eclipse sem hefur í um 40 ár framleitt efnavörur og vélar til ræstinga og viðhalds á öllum tegundum gólfefna. Marpól er einnig í umboðsaðili fyrir Host sem býður upp á þurrhreinsikerfi fyrir teppi, og Sebo sem er þýskt fyrirtæki sem framleiðir gæðaryksugur fyrir bæði heimili og fyrirtæki.

Marpól selur ræstingavörur bæði til ræstingarfyrirtækja og einstaklinga. Í boði eru margs konar hreinsiefni, bónefni, gólfþvottavélar og heimilisryksugur. Einnig selur verslunin fjölbreytt ræstingaáhöld. Sjá nánar á heimasíðunni marpol.is. Síminn er 544-5588 og netfang marpol@marpol.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni