Um sumarið þetta ár kom tíu manna hópur frá Dalvík til þess að leggja vatnsveitu í eynni með áttatíu lesta geymi. Vatnið kom úr borholum sem voru boraðar sjö árum áður.
„Þetta er geysilegur munur fyrir íbúa Grímseyjar, ekki síst eftir þetta sumar, sem hefur verið ákaflega þurrt,“ sagði Alfreð Jónsson, oddviti í eynni, í samtali við Vísi þann 27. október.
„Á veturna frýs stundum í brunnunum.“
Íbúar Grímseyjar voru 86 talsins þegar vatnsveitan var lögð.
Þeir eru nú um 90 talsins og sveitarfélagið var sameinað Akureyri árið 2009.