Jafnréttisráð ályktaði að auglýsingin varðaði við jafnréttislög þar sem aðalatriðið í henni væru „hálfnakin kynfæri konu“. Auglýsingin væri því konum til minnkunar og lítilsvirðingar.
Ráðið gerði ekki athugasemdir við það að birta ljósmyndir af léttklæddu fólki í sólarlandaauglýsingum. „Hins vegar er það ekki sama á hvern hátt það er gert. Fróðlegt væri að gera sér í hugarlund hver viðbrögð fólks yrðu ef sams konar mynd yrði birt af hálfnöktum kynfærum karls í auglýsingu.“