fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Sjöfn ætlar að soga í sig menninguna á Seltjarnarnesi

Hvað á að gera um helgina?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 13. október 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Þórðardóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarnessbæjar, ætlar að njóta lífsins á Nesinu alla helgina en þar fer fram spennandi menningarhátíð sem hófst í gær og stendur langt fram á sunnudag.

„Á föstudaginn ætla ég að heimsækja heldri borgara okkar á Nesinu sem verða með kynningu á félagsstarfi sínu á Skólabrautinni í tilefni af Menningarhátíð Seltjarnarness en hún stendur yfir nú um helgina. Einnig mun ég hlusta á leikskólabörn syngja á Eiðistorginu og skoða sýningu þeirra á bókasafninu sem er á annarri hæð á torginu. Kvöldinu mun ég verja með fjölskyldunni en hefð er fyrir því hjá okkur að borða góðan mat í helgarlokin, gjarnan indverskan. Kannski kveikjum við líka upp í arninum fyrst það er tekið að hausta.

Morgunmatur á Eiðistorgi

Á laugardaginn verður nóg að gera. Ég mun byrja daginn á því að undirbúa morgunverðarborð á Eiðistorgi fyrir bæjarbúa með systrum mínum í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness. Í tilefni menningarhátíðarinnar hefur skapast sú hefð að bjóða bæjarbúum til morgunverðar og gleðja gesti og gangandi með ljúfum tónum. Þar verður líka margt í boðið fyrir yngri kynslóðina, til dæmis andlitsmálun og blaðrarar. Að þessu loknu er ætlunin að kíkja á glæsilega dagskrá sem verður á Bókasafni Seltjarnarness fram eftir degi, meðal annars tækni og tónlist með Kóder og DJ flugvél og geimskip sem verða með tónlistaratriði. Því næst verður haldið í Lækningaminjasafnið þar sem fram fara tónleikar – Fuglakabarett eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson sem Söngfjelagið flytur. Hápunktur kvöldsins verður svo tónleikarnir með Lay Low og Pétri Ben í Félagsheimili Seltjarnarness en ég er mjög spennt fyrir þeim. Við hjónin ætlum ekki að missa af þessum tónleikum.

Á sunnudögum erum við fjölskyldan gjarnan með „brunch“, eða dögurð, eins og það heitir á íslensku og það stendur til að vera með góðan dögurð næsta sunnudag að lokinni Listgöngu um Nesið þar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ætlar að leiða hóp listunnenda í fróðlegri göngu um útilistaverkin á Nesinu. Eftir dögurðinn mun leið okkar liggja í Félagsheimili Seltjarnarness þar sem heiðursdagskrá um Jóhönnu Kristjónsdóttur rithöfund fer fram.

Lokahnykkurinn á helginni verður spuni og söngur sem er framlag Nínu Daggar Filippusdóttur bæjarlistamanns en hún ánafnaði verðlaunafénu sínu í Improv-námskeið sem stóð öllum nemendum Valhúsaskóla til boða. Þegar dimma tekur á sunnudagskvöld ætla ég að leggjast upp í sófa og slaka á við kertaljós með mínum uppáhalds, vonandi með bros á vör eftir að hafa upplifað og drukkið í mig alla þessa menningu og skemmtun.“

Meira um Menningarhátíð Seltjarnarness má lesa HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna