fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Þetta er verðið á sjónvarpsauglýsingu í kringum leiki Íslands á HM

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 15. júní 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sekúndan í auglýsingatímanum í kringum leiki Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta er að nafnvirði sú dýrasta sem boðið hefur verið upp á í sögu Rúv. Þetta segir Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri RÚV, í samtali við Morgunblaðið.

Sekúndan er seld á 18 þúsund krónur en til samanburðar hefur RÚV selt sekúnduna á 15 til 16 þúsund í auglýsingahléum fyrir viðburði eins og Áramótaskaupið og Eurovision. Þetta þýðir að hver birting á 100 sekúndna auglýsingu í hálfleik kostar 1,8 milljónir króna.

Einar segir að auglýsingatímarnir í hálfleik í leikjum Íslands á mótinu séu löngu uppseldir. Enn sé þó hægt að kaupa sekúndur í kringum leikina. Þá segir Einar að óvenju mikið sé um að auglýsendur frumgeri sjónvarpsauglýsingar fyrir mótið.

„Það sem er áhugavert fyrir þetta mót núna er að það hafa aldrei jafn margir aðilar frumgert langar sjónvarpsauglýsingar fyrir nokkurn sjónvarpsviðburð,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sagt að sætta sig við skúr nágrannans þótt hann sé of nálægt lóðinni

Sagt að sætta sig við skúr nágrannans þótt hann sé of nálægt lóðinni
Fréttir
Í gær

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem felldi prinsinn er látin

Konan sem felldi prinsinn er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi