fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Þingmaður Repúblikana segir innflytjendur ógna tilvist Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júní 2018 09:30

David Stringer þingmaður repúblikanaflokksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Stringer, þingmaður repúblikana í fulltrúadeild þingsins í Arizona, er heldur betur í kastljósi fjölmiðla eftir að myndband þar sem hann er í aðalhlutverk fór í dreifingu á netinu fyrr í vikunni. Myndbandið var tekið upp á fundi þar sem Stringer talaði. Þar sagði hann meðal annars að innflytjendur ógni tilvist Bandaríkjanna og að ekki séu nægilega mörg hvít börn í landinu.

Flokksfélagar Stringer og repúblikanaflokkurinn í Arizona hafa skorað á hann að segja af sér í kjölfar birtingar myndbandsins.

„Það eru ekki nógu mörg hvít börn . . . innflytjendur grafa undan pólitísku jafnvægi . . . innflytjendur eru ógn við tilvist Bandaríkjanna. Ef við gerum ekki eitthvað í innflytjendamálum breytist lýðfræðileg samsetning landsins okkar á óafturkræfan hátt mjög, mjög fljótt og þetta verður gjörbreytt land.“

Segir hann meðal annars í upptökunni.

CNN segir að Stringer saki pólitíska andstæðinga sína um að taka orð hans úr samhengi til að koma höggi á hann. Þeir hafi tekið 51 sekúndu af 16 mínútna ræðu hans til að reyna að blekkja kjósendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað

Sérfræðingur varar við því að geyma egg á þessum stað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?