fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025

Undarlegir hlutir gerast á fjallinu: Nýr danskur höfundur slær í gegn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallið í Kaupmannahöfn er komin út hjá Sölku. Bókin er eftir Kaspar Colling Nielsen sem hefur verið nefndur ein frumlegasta rödd danskra samtímabókmennta. Fjallið í Kaupmannahöfn er fyrsta bók Colling Nielsen en hann kennir einnig við CBS (Copenhagen Business School) og starfar sem handritshöfundur fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti.

Kaspar Colling Nielsen

Fjallið í Kaupmannahöfn segir frá risavöxnu fjalli sem hefur verið byggt rétt utan við Kaupmannahöfn og hefur afdrifaríkar og furðulegar afleiðingar fyrir dönsku þjóðina og umheiminn allan. Fjallið er 3.500 metra hátt og 55 kílómetrar að ummáli og gífurleg stærð þess hefur gjörbreytt loftslagi landsins. Í einni hendingu hafa dýraríki og plöntuflóra Danmerkur tekið óafturkræfum breytingum og Danir verða aldrei samir.

Undarlegir hlutir fara að gerast og þær persónur sem við kynnumst á fjallinu hafa allar hugmyndir um að hefja nýtt líf og láta ekki almenna rökhyggju standa í vegi fyrir því – enda hefur tilvist fjallsins sýnt og sannað að ekkert er ómögulegt. Sautján frásagnir bókarinnar segja meðal annars frá geimverum í Valby, afnámi stéttaskiptingarinnar á Indlandi og átökum segulmagnaðs manns við danska herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“

Myndband: Íslendingarnir grátt leiknir í gær – „Ófyrirgefanlegt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“

,,Andrea Berta er mjög hrifinn af honum“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið

Stelpurnar vekja heimsathygli fyrir þessa takta fyrir framan myndavélarnar – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019

Losuðu sig við rétta manninn árið 2019
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl

Mun snúa aftur í sumar eftir misheppnaða dvöl