„Á meðan kosningabaráttu og meirihlutaviðræðum stóð var ég að klára ritgerðaskil og próf í meistaranámi í alþjóðasamskiptum við HÍ. Var að fá síðustu einkunnina úr því og fékk 8,75 í meðaleinkunn. Ó, hvað ég átti ekki von á því að þetta skyldi ganga svona vel miðað við álag og stress en þetta er gott og hvetjandi og gefur orku á þessum síðustu og bestu,“ segir hún á Facebook.
Undir stjórn Dóru bættu Píratar við sig tæpum tveimur prósentustigum og fengu tvo fulltrúa kjörna í borgarstjórn. Nýr meirihluti Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Viðreisnar var kynntur 12. júní og mun Dóra gegna embætti forseta borgarstjórnar fyrsta árið.