Starfsfólkið fær auk þess leiðbeiningar um góðar vinnureglur og hvernig á að dulkóða samskipti.
Ástæðan fyrir þessu er að í nýjasta hættumati norsku leyniþjónustunnar kemur fram að Rússar reyni í síauknum mæli að hafa áhrif á upplýsingastreymi á Vesturlöndum og trufla lýðræðisleg samfélög og hafa áhrif á skoðanamyndun fólks. Það þykir því augljóst að fréttamenn séu eftirsóknarverð skotmörk Rússa því þeir búa oft yfir miklum óbirtum upplýsingum um menn og málefni og hafa aðgang að tölvukerfum sem Rússar hefðu ekkert á móti að komast í.
Talsmenn TV2 og Verdens Gang vildu ekki skýra frá hvaða ráðstafanir væru gerðar hjá þeim en sögðu að gripið hefði verið til ákveðinna ráðstafana.