Í sjónvarpsauglýsingum Hyundai sem tileinkuð er HM 2018 leika Maroon 5 lagið Three Little Birds sem Grammýverðlaunahafinn Joseph Kahn leikstýrði. Nýjustu og vinsælustu fólksbílum Hyundai bregður fyrir þar sem varpað er ljósi á öryggisbúnað bílanna sem veitir ökumanni og farþegum hugarró í umferðinni þar sem allt getur gerst. Upphafsorð textans í laginu njóta sín hér vel: Ekki hafa minnstu áhyggjur því allt verður í þessu fína lagi (Don’t worry about a thing, cause every little thing is gonna be alright).
Lag og texti Three Little Birds endurspegla öryggi, jákvæðni og sigurvilja eins og þann sem býr í brjósti íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem statt er í Rússlandi til að taka í fyrsta sinn þátt í heimsmeistaramóti FIFA. Á sama hátt vill Hyundai tjá sigurvilja sinn gegnum framúrskarandi tækniþróun og framleiðslugæði sem gert hafa fólksbíla Hyundai að einhverjum vinsælustu bílunum á markaðnum í dag.
Hyundai, einn helsti samstarfsaðili FIFA við framkvæmd heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi, átti gott samstarf við bandarísku popphljómsveitina og Grammíverðlaunahafana í Maroon 5 þegar hljómsveitin tók upp eitt alvinsælasta lag Marley og The Wailers, reggílagið Three Little Birds frá 1977. Hljómsveitin er miðpunktur nýrrar kynningar Hyundai á öryggisbúnaði nýrra fólksbíla fyrirtækisins, ekki síst sportjeppanna Santa fe og Kona.