fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Bjarni komst áfram í Bocuse d´Or: Keppir í Frakklandi í janúar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. júní 2018 10:00

Frá vinstri; Viktor Örn Andrésson þjálfari Bjarna, Sturla Birgisson dómari, Bjarni Siguróli Jakobsson keppandi og Ísak Þorsteinsson aðstoðarmaður Bjarna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Siguróli Jakobsson matreiðslumaður komst í gær áfram í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or við hátíðlega athöfn í Turin á Ítalíu, en Evrópuforkeppni var haldin þar 11. – 12. júní. Mun Bjarni því keppa í hinni víðfrægu Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi dagana 29. og 30. janúar 2019.

20 evrópuþjóðir kepptu í forkeppninni um 10 sæti í aðalkeppnina í Lyon í Frakklandi í janúar 2019. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið forkeppni í sinni heimsálfu.

Þessar tíu þjóðir komust áfram í gær:
1. sæti – Noregur
2. sæti – Svíþjóð
3. sæti – Danmörk
4. sæti – Finnland
5. sæti – Frakkland
6. sæti – Belgía
7. sæti – Sviss
8. sæti – Ungverjaland
9. sæti – Ísland
10. sæti – Bretland

Bjarni Siguróli er mikill keppnismaður en hann hreppti titilinn Kokkur Ársins 2012 og náði öðru sæti í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda 2013. Bjarni Siguróli hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.

Undirbúningur stóð yfir yfir í nokkra mánuði og rúmt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum var sent til Turin. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Nú halda áfram strangar æfingar hjá Bjarna Siguróla en hann stefnir ótrauður á verðlaunapall í Lyon.

Hvert þátttökuland átti fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og var matreiðslumeistarinn Sturla Birgisson sem dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi, sem er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti Íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en besta árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 þar sem þeir hrepptu bronsverðlaunin.

Fréttin birtist fyrst á Veitingageirinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum