fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025

Ragga nagli: „Vertu eins árs í dag. Kysstu spegilinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. júní 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um af hverju við hættum að elska spegilmynd okkar.

Þegar ég verð stór þá vil ég hata líkamann minn.  Byrja daginn á að klípa í húðflygsur og forðast spegla það sem eftir lifir dags. Þegar ég verð fullorðin langar mig að missa svefn yfir hvað náunganum finnst um rassinn á mér. Í framtíðinni vil ég vera með þráhyggju yfir hverju einasta atómi af mat sem ég læt upp í mig.

Ég vil eyða mörgum árum í samviskubit yfir öllum skiptunum sem ég borðaði einni pönnuköku of mikið.

Ég vil eyða sem mestri orku og tíma í tilfinningalegt gubb yfir glúteini, laktósa, kílóum, appelsínuhúð og buxnastærð… sagði enginn aldrei.

Ímyndaðu þér ef barnið þitt hefði þessa framtíðarsýn.

Þú myndir tapa glórunni af áhyggjum af barninu.
Reyta hárið. Missa svefn. Poppa kvíðastillandi.

En því miður er þetta blákaldur veruleiki margra komna á meðalaldurinn.

Ef þú fylgist með eins árs gömlu barni skakklappast að spegli. Kyssa spegilinn blautum slefuðum kossum.
Ajax brúsinn fer á loft hjá mömmunni til að þurrka burt kámug fingraförin.

Við gerðum þetta öll sem börn.
En af hverju hættum við?

Hvenær byrjum við að reisa níðstöng um spegilmyndina.

Vertu eins árs í dag. Kysstu spegilinn. Skítt með Ajaxið. Leyfðu kossinum að vera sem tákngerving um nýja tíma. Héðan í frá ætlarðu að elska og virða spegilmyndina.
Þú ætlar að gefa henni fimmu.
Segja fallega hluti um manneskjuna sem starir á móti þér.

„Þarna er ég. Ég er æði. Ég er falleg og ég er nóg.“

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ancelotti svarar eftir afskaplega slæmt tap: ,,Hafa alltaf sýnt mér stuðning“

Ancelotti svarar eftir afskaplega slæmt tap: ,,Hafa alltaf sýnt mér stuðning“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“

Óþekkjanlegur á nýjum myndum sem vekja mikla athygli – ,,Gaman að hitta gamla vini“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því

Til í að setja 100 milljónir punda á borðið en Chelsea mun ekki taka því
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne

Chicago setur allt á fullt til að fá De Bruyne
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Hvað er skírdagur?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.