fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Bókmenntalegt sjónvarpsefni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2017 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var ég að flakka á milli sjónvarpsstöðva og sá þá að á BBC var verið að sjónvarpa beint frá afhendingu Booker-verðlaunanna virtu. Athöfnin var í glæsilegum sal í miðborg London þar sem gestir sátu við borð og drukku vín, þar á meðal voru tilnefndu höfundarnir fimm. Í hliðarsal ræddi fréttakona við tvo gagnrýnendur sem sögðu stuttlega en um leið skemmtilega frá tilnefndu bókunum og gáfu þeim einkunnir. Ekki fannst þeim allar tilnefndu bækurnar eiga fyllilega skilið að vera á listanum.

Þetta var fínt sjónvarpsefni, sérstaklega vegna frammistöðu gagnrýnendanna sem tókst að koma mörgu að í fáum orðum. Hrifnastir virtust þeir vera af bók bandaríska höfundarins George Saunders, Lincoln in the Bardo, en þar segir frá harmi Abrahams Lincoln Bandaríkjaforseta eftir að ellefu ára sonur hans deyr. Þetta er engin venjuleg skáldsaga, frásagnaraðferðin er mjög sérstök og minnir stundum á leikritaform og þar heyrast raddir tæplega 200 persóna. Algjörlega frábær skáldsaga og mikið óskaði ég þess að hún myndi vinna.

Einmitt þegar tilkynna átti um sigurvegarann rofnaði sambandið og fréttaþulur BBC kom á skjáinn og baðst afsökunar á því og sagðist vona að samband kæmist á innan tíðar. Það liðu þónokkrar mínútur en þá komst samband á að nýju og þá sást Saunders minn í ræðupúlti að flytja þakkarræðu sína. Þarna vann réttur maður og rétt bók!

Fyrir utan óvænta truflun á útsendingu var þessi verðlaunaathöfn, sem var stutt, um hálftími, sannarlega þess virði að á hana væri horft. Þeir sem hafa umsjón með afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna ættu jafnvel að íhuga að taka mið af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir