Anthoyn Vaccarello kynnti Vor-Sumar línunna 2019 í New York á dögunum og uppskar mikinn fögnuð enda vantar hér ekkert upp á kúlheitin.
Stemmningin minnir svolítið á einhverskonar stílfærða blöndu af múnderingum Blondie, Pat Benatar, Iggy Pop og fleiri guðum og gyðjum sem slógu í gegn frá 1975 – 1985, leður og rússskinn í bland við glimmeráferð og einfaldar litasamsetningar, ein og tvílita tóna. Þá sjáum við einnig prjónaðar peysur og hrikalega flotta jakka, sem og skemmtilega fáguð kúreka áhrif í skyrtum, hálstaui og jökkum. Algjör snilld.
Áfram Saint Laurent! ✊