fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Davíð Þór: „Hef verið á þeim stað að ég hef þurft að selja gler og flöskur“

Auður Ösp
Föstudaginn 20. október 2017 14:45

Davíð Þór Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á þessum tíma byrjaði ég fyrir alvöru að þróa með mér minn alkóhólisma,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur sem einnig er þekktur sem annar hluti tvíeykisins Radíusbræðra. Hann var í mikilli óreglu á þeim tíma þegar þættirnir voru sýndir í íslensku sjónvarpi og náði sér að lokum á strik með hjálp trúarinnar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í sjónvarpsþættinum Ný Sýn sem sýndur verður á þriðjduaginn í Sjónvarpi Símans.

Radíus bræðurnir voru þeir Davíð Þór og Steinn Ármann Magnússon leikari en sjónvarpsþátturinn var sýndur á RÚV á tíunda áratugnum. Þóttu þeir félagar koma með nýja nálgun í gríni á Íslandi og þó svo að margir sögðu þá vera fullgrófa þá féll þátturinn í góðan jarðveg hjá yngri kynslóðinni.

Í þættinum greinir Davíð Þór meðal annars frá því að á sínum tíma hafi hann viljað koma með nýtt og öðruvísi grín en Íslendingar voru vanir.

„Mér var mikil alvara með að umbylta íslensku spaugi.“

Þá er einnig rætt við Stein Ármann sem greinir frá því að þeir félagar hafi verið í mikilli óreglu á þessum tíma. Steinn Ármann hefur áður sagt frá því að hann drakk stíft á þessum árum líkt og fram kemur í grein DV frá því í ágúst 2016.

„Við vorum alltaf með bjór og héldum að við værum æðislegir. En svo var þetta þannig að mig að þetta varð hálf sorglegt.“

Þá greinir Davíð frá erfiðum tíma í lífi sínu þegar hann þurfti að grípa til örþrifaráða til að geta keypt mat fyrir fjölskyldu sína.

„Ég hef alveg verið á þeim stað að ég hef þurft að selja gler og flöskur.“

Davíð Þór hefur áður tjáð sig um baráttu sína við alkóhólisma líkt og í viðtali við DV árið 2012.

„Ég var búinn að gera nokkrar tilraunir til að hætta. Þær voru gerðar í laumi. Ég reyndi að fara í bindindi og svona, staðreyndin er sú að ef þú ferð í bindindi, þá ertu alkóhólisti. Fólk sem ekki er alkóhólistar, það fer ekki í bindindi. Það bara sleppir því að drekka og er ekki að telja dagana sem það er edrú.“

Vanlíðanin og uppgjöfin var svo mikil að áður en hann fór í meðferð segist hann hafa hugleitt að drekka sig í hel. „Mér var farið að líða svo illa. Ég var hættur að geta unnið fyrir mér og var orðinn öryrki á hálfum afköstum og hálfri einbeitingu. Ég var í raun orðinn róni.“

Fram kemur í þættinum Ný Sýn að Davíð hafi þurft að gera upp eigið líf og laut að eigin sögn handleiðslu guðs en hann er í dag prestur í Laugarneskirkju.

„Ég rak sjálfan mig sem framkvæmdastjóra í lífi mínu og gerði guð að framkvæmdastjóranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“