Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Engjateig í Reykjavík eftir hádegi mánudaginn 4. júní, en tilkynnt var um málið kl. 14.19.
Atvikið átti sér stað á eða við göngustíg sem liggur á milli Engjateigs 9 og 11, að Sigtúni. Þar veittist maður að karlmanni um fertugt sem var á göngu með hundinn sinn. Árásin var fólskuleg, en árásarmaðurinn notaði meðal annars reiðhjól sem barefli.
Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið hermann.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.