Gamanleikarinn góðkunni fallinn frá
Bandaríski gamanleikarinn Gene Wilder er látinn, 83 ára að aldri. Wilder var vinsæll leikari á árum áður og var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna. Annars vegar fyrir leik sinn í myndinni The Producers og hins vegar fyrir handritið að myndinni Young Frankenstein ásamt Mel Brooks.
Wilder var með Alzheimer’s-sjúkdóminn síðustu ár ævi sinnar.
Wilder lék í vinsælum gamanmyndum á áttunda, níunda og tíunda áratug liðinnar aldar og er skemmst að minnast mynda á borð við See No Evil, Hear No Evil, Stir Crazy og Blazing Saddles svo fáein dæmi séu tekin.