Lostinn spyr ekki alltaf um stað eða tíma, en sú var raunin síðasta laugardag á Nings við Suðurlandsbraut. Par á þrítugsaldri sat þar og snæddi mat. Það er ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök, að sögn sjónarvottar sem sat nálægt parinu, að parið dró að sér mikla athygli með látum, meintum dónaskap við aðra kúnna og ekki síður áreiti við starfsfólk á vakt.
Samkvæmt frásögn voru báðir aðilar „mjög sjúskaðir að sjá og fór stúlkan ekki leynt með það að hana langaði í eiturlyf. Konan kjaftaði eins og hún vissi varla hvar hún væri stödd.“
Leit síðan allt út fyrir að parið hefði horfið á brott en skömmu síðar varð vart við brambolt sem rekja mátti til salernisins. Lögreglan í Reykjavík var kölluð til að stöðva parið.
Þegar vitni spurði lögregluþjónana hvað hefði átt sér stað, svaraði annar þeirra áður en hann fylgdi parinu út: „Þeim lá bara svona svakalega á því að gera það.“