Á nýjum lista Nordic Business Forum yfir áhrifamestu einstaklinga í viðskiptalífinu í Norður-Evrópu, 25 ára og yngri, er Nökkvi Fjalar Orrason, framkvæmdastjóri Áttunnar og eigandi CAI-Social Media í 13. sæti.
Nökkvi er sonur Orra Páls Ormarssonar, stjörnublaðamanns Morgunblaðsins og rithöfundar, sem skrifaði meðal annars ævisögu Gunnars Birgissonar.
Á heimasíðu Nordic Business Forum er farið yfir feril Nökkva frá því að hann hóf að birta myndbönd á Facebook og YouTube þar til hann stofnaði Áttuna árið 2014, aðeins tvítugur. Árið 2016 færði hann starfsemina alfarið á netið og er hann sagður krónprinsinn þar.