fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Kynning

Hótel Varmahlíð: Veitingastaður og hótel í hjarta héraðsins

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótel Varmahlíð stendur á besta stað við Þjóðveg 1 og hefur verið áningarstaður ferðamanna um landið í áraraðir. Nýir eigendur, Stefán Gísli Haraldsson og Unnur Gottsveinsdóttir, taka þar vel á móti gestum. Á veitingastaðnum er áherslan lögð á hráefni úr héraðinu.

„Árið 1934 byrjaði Hótel Varmahlíð sem greiðasala og fyrsta húsið sem var í Varmahlíð,“ segir Stefán, „rúturnar stoppuðu hér, hér var einnig póstur og símstöð. Um 1944–5 var svo byggt ofan á húsið og þá var byrjað að bjóða upp á gistingu hér.“

Stefán og Unnur keyptu hótelið 1. júlí í fyrra, en hvað varð til að þau ákváðu að fara í hótel- og veitingarekstur? „Við höfum áhuga á þessu,“ segir Stefán, en þau reka einnig Menningarhúsið Miðgarð og hafa gert síðan árið 2012.

„Unnur er ferðamálafræðingur, hún kom í Skagafjörð árið 2008 og ætlaði að vinna eitt sumar á hótelinu en ílengdist. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn í Skagafirði. Við höfum mikla trú á ferðaþjónustu í Skagafirði enda er hér margt í boði; frábær aðstaða fyrir útivist með Drangeyjarsiglingum, flúðasiglingum, hestaferðum og svo mætti áfram telja.“

Hótelið er opið allt árið, en veitingastaðurinn frá byrjun maí út október. Utan þess opnunartíma er tekið á móti hópum, minni og stærri, samkvæmt samkomulagi. Einnig eru jólahlaðborð í desember.

Áherslan á hráefni úr héraði og lambið vinsælast

Veitingastaður Hótel Varmahlíðar leggur áherslu á þægilega upplifun, góða þjónustu og fyrsta flokks hráefni. Veitingastaðurinn, sem tekur 80 manns í sæti, er opinn öllum, hótelgestum sem öðrum. Opið er frá hádegi og fram á kvöld. „Við leggjum áherslu á hráefni úr héraði og lambið er vinsælast,“ segir Stefán.

Á Hótel Varmahlíð er eins og áður sagði boðið upp á matseðil þar sem áherslan er lögð á mat úr héraði, sem dæmi má nefna að ferska salatið kemur frá Garðyrkjustöðinni Laugarmýri, þorskhnakkarnir koma beint úr vinnslu á Sauðárkróki og rækjurnar frá Dögun á Sauðárkróki. „Við nýtum allan skrokkinn  af lambinu, á matseðli er lambafillet eða lambaprime en einnig gúllassúpa. Hótelgestir geta svo gætt sér á kæfu og rúllupylsu á morgunverðarhlaðborðinu ásamt úrvali af öðru áleggi.

Það er mjög gaman að vera í veitinga- og hótelgeiranum, við erum einstaklega heppin með starfsfólk og enginn dagur er eins,“ segir Stefán sem býður gesti velkomna á Hótel Varmahlíð í hjarta héraðsins.

Hótel Varmahlíð er að Varmahlíð við Þjóðveg 1, síminn er 453-8170 og netfangið info@hotelvarmahlid.is.
Heimasíða og Facebooksíða: Hótel Varmahlíð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“