fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Tónleikar Jessie J: Hver er Sebastian á bílaleigunni?

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. júní 2018 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikar bresku poppsöngkonunnar Jessie J fóru fram í gærkvöldi í Laugardalshöllinni og virtust aðdáendur virkilega sáttir með kvöldið. Söngkonan spjallaði mikið við tónleikagesti milli laga og leyfði bæði ungum og öldnum að grípa hljóðnemann og láta ljós sitt skína. Þar á meðal tíu ára stúlkuna Helgu sem á augljóslega framtíðina fyrir sér í söng og Sebastian sem vinnur hjá bílaleigu en hann varð nokkurs konar stjarna á kvöldinu.

Húsið opnaði klukkan 19:00 og um klukkutíma síðar steig Voice stjarnan Karitas Harpa Davíðsdóttir á svið og flutti fimm lög, bæði nýtt frumsamið efni og ábreiðu af Prince laginu þekkta Purple Rain við góðar viðtökur.

Kvenfólk var í miklum meirihluta í salnum og margar í yngri kantinum, allt niður í fyrstu bekki grunnskóla. Þeir karlmenn sem voru í salnum virtust flestir vera feður í fylgd með dætrum sínum.

Um 21:30 birtist svo poppstjarnan ásamt fjögurra manna hljómsveit og tveimur bakraddasöngkonum. Opnaði hún tónleikana á hinu rólega Who You Are, einum af hennar stærstu smellum af fyrstu plötunni sem kom út árið 2011, og salurinn ærðist. Næstu lög voru hressari, Domino og Burnin Up, sem skemmtilegt var að heyra með lifandi hljómsveit en ekki tölvuundirleik líkt og í stúdíóútgáfunum. Það er mikill kraftur í Jessie og henni líður augljóslega mjög vel á sviðinu og sönghæfileikar hennar leyna sér ekki. Hún er nokkurs konar blanda af r&b dívu af gamla skólanum og nýmóðins hip-hop skotinni poppsöngkonu.

Sebastian á bílaleigunni stal senunni

Töluverður tími tónleikana fór í að rabba við áhorfendur og Jessie sagði ýmsar sögur af ævi sinni, gömlum kærustum, foreldrum sínum, afa og fleiru. Stundum voru mörkin á milli tónleika og fyrirlesturs óljós. Jessie talaði mikið til ungra stúlkna og sagði að sitt markmið væri ekki að verða fræg poppsöngkona heldur að hafa áhrif og hvetja ungar stúlkur til að elta drauma sína. Það sýndi hún í verki með því að rétta hljóðnema út í sal og leyfa þeim að syngja hvað sem þær vildu. Sumar þeirra urðu nokkuð taugaóstyrkar en bæði Jessie og salurinn gaf þeim tíma og hvatti þær áfram. Greinahöfundur hefur verið viðstaddur ófáa tónleika í gegnum tíðina en aldrei séð neitt þessu líkt áður.

Það voru ekki aðeins ungar stúlkur sem fengu að spreyta sig. Maður sem sagðist heita Sebastian og vinnur á bílaleigu fékk míkrófóninn og söng af mikilli innlifun og snilli fyrir salinn. Til dæmis um hversu frábær Jessie væri og var ekki laust við að söngkonan roðnaði örlítið. DV auglýsir eftir Sebastian sem er augljóslega óslípaður söngdemantur. Í myndbandinu sem fylgir frá Karólínu Hreiðarsdóttur má heyra þetta atvik en söngur Sebastians byrjar á mínútu 4:25.

Foreldrar: Kennið uppklappsreglur

Tónleikarnir snerust þó ekki aðeins um þetta því að Jessie tók flesta af sínum helstu slögurum. Til dæmis kassagítarsútgáfur af Flashlight og Thunder og þá voru allir símar á lofti. Þar á eftir tók hún Masterpiece sem var sennilega ein stærsta stund kvöldsins ásamt risasmellinum Bang Bang en þar þurfti hún að bregða sér í líki bæði poppdívunnar Ariönu Grande og rapparans Nicky Minaj.

Kvöldið endaði eftir uppklapp á þekktasta lagi hennar, Price Tag, sem margir höfðu beðið spenntir eftir að heyra. En þá voru reyndar margir þeirra sem eru of ungir til að þekkja óskrifaðar uppklappsreglur farnir úr salnum. Heilt yfir var þetta mjög gott kvöld og öðruvísi reynsla, ekki eitthvað sem maður hefði búist við á tónleikum sem þessum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs

Breiðablik staðfestir komu Valgeirs
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2