fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Hlaðan: Heimilislegt og hlýlegt kaffi- og veitingahús

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. júní 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Hvammstanga rekur María Sigurðardóttir kaffi- og veitingahúsið Hlöðuna sem opnað var árið 2010. Hlaðan er heimilislegur og hlýlegur staður sem gott er að heimsækja á ferðinni um þjóðveginn.

„Við leggjum mikla áherslu á heimabakað bakkelsi, brauð og kaffi. Við bjóðum upp á létta rétti, súpu, silung, „pie“ og paninibrauð. Við erum einnig með plokkfisk og á morgnana er boðið upp á egg og beikon,“ segir María.

„Það eru engin tímatakmörk á mat þannig lagað. Ef viðskiptavinur vill fá egg og beikon seinni partinn þá bara útbúum við það.“

Ferðamennirnir eru hrifnastir af plokkfiski og rúgbrauði. „Pulled pork“-borgari er líka mjög vinsæll, en honum var bætt á matseðilinn í vor.

Þegar eitthvað er um að vera þá er opið lengur á kvöldin, enda er Hlaðan með vínveitingaleyfi.

Hlaðan er opin yfir sumartímann, frá byrjun maí út ágúst. Opið er alla daga kl. 9–21 nema sunnudaga, kl. 10–21. Utan sumaropnunartíma er tekið á móti hópum samkvæmt samkomulagi.

Hlaðan kaffi- og veitingahús er að Brekkugötu 2, Hvammstanga. Síminn er 451-1110 og netfangið hladan@simnet.is.
Facebooksíða: Hlaðan kaffihús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“