Sif Garðarsdóttir og Guðjón Ingi Sigurðsson eru þjálfararnir á bak við Trainer.is, fjarþjálfun sem býður viðskiptavinum upp á persónulega þjónustu og sérsniðna fjar- og næringarþjálfun.
„Það sem gerir okkur einstök á markaðinum er að allar okkar áætlanir sníðum við algjörlega að hverjum og einum,“ segir Sif, sem er búin að þjálfa í 20 ár og lærði heilsumarkþjálfun fyrir 10 árum. „Við vinnum lítið með skammtímalausnir en leggjum mikið upp úr því að vinna í breytingum á hugsun kringum mataræði og hreyfingu. Við leggjum upp með það að skjólstæðingar okkar næri sig á næringarríkri fæði sem er mestu laus við auka og gerviefni, hreyfi sig til að bæta líkamann og hugi í grunninn að því að við höfum alltaf val.“
„Umfram allt þarf æfinga áætlunin þín að snúa að því að bæta veikleika þína og líkamsstöðu ásamt því að byggja upp alhliða hreyfigetu og styrk. Það er ekki til nein ein gerð mataræðis eða þjálfunaraðferð sem virkar fyrir alla. Við munum leiða þig áfram í að finna þann mat, æfingar og lífstíl sem best styður við þig og þínar þarfir. Smátt og smátt munum við hjálpa þér að gera heilsusamlegar breytingar á lífi þínu. Markmiðið er að gera þínar óskir að veruleika.“
Heilsumarkþjálfun – einstök nýjung
„Nálgunin sem við notum í næringaþjálfun okkar er einstök og spennandi nýjung í heilsugeiranum, heilsumarkþjálfun. Nám í heilsumarkþjálfun kennir allar helstu kenningar, kúra og tískusveiflur sem hafa komið fram um matarræði. Námið gengur líka að stórum hluta út á markþjálfun og kemur þar með einstaka nýja sýn inn í heilsugeirann. Heilsumarkþjálfun gengur út það að finna orsökin og vinna þannig úr „vandamálinu“ ef svo má kalla. Ef við vinnum með grunninn þá eru svo miklu meiri líkur á því að við náum að festa nýja lífstílinn í sessi.
Í stað þess að einblína á hitaeiningar, kolvetni, fitu, prótein og það sem þarf að forðast, þá leggjum við áherslu á að viðskiptavinir okkar skapi sér sína eigin hamingju og heilbrigt líferni sem er sveigjanlegt, skemmtilegt og án afneitunar,öfga og mismikils aga.“
Ítarleg skýrsla og viðtal
Viðskiptavinir Trainer.is byrja á að fylla út ítarlega skýrslu er varðar heilsufar, markmið, hreyfingu, mataræði sem og líkamsástand og koma síðan í viðtal eða í símaviðtal. „Við leggjum mikla áherslu á að skoða vel líkamsstöðu og verkjasvæði áður en við vinnum æfingaráætlanir þar sem það virðist bara vera þannig að flest allir finna til einhvers staðar í líkamanum og þar af leiðandi er nauðsynlegt að styðjast við sérsniðnar æfingaráætlanir. Líkamsstaða er mjög mikilvæg og hægt að laga hana á einfaldan hátt.“
Það er ekki nóg að æfa bara, þú verður að gera það rétt.
„Við erum á því að það sé ekki til nein ein aðferð í mataræðinu sem virkar fyrir alla og því sníðum við mataræðið algjörlega að hverjum og einum. Viðskiptavinir okkar fá matseðla sem gefa góðar og fjölbreyttar hugmyndir að því hvernig dagurinn gæti litið út, velja sér svo matseðil og byrja og þar hefst ferlið þar sem við vinnum mataræðið skref fyrir skref í gegnum matardagbækur og viðtöl. Okkur finnst mjög mikilvægt að vinna mataræðið út frá rútínu viðskiptavina okkar þar sem mun líklegra er að leggja grunn að nýjum lífstíl með breytingum á því sem fyrir er en að taka upp rútínu annars.“
10 vikur – grunnur að lífsstílsbreytingu
Viðskiptavinir Trainer.is byrja á að kaupa 10 vikna, 66 daga áætlun. „Nýjustu rannsóknir sýna að það tekur okkur alveg þessa 66 daga til að festa nýjar hefðir í sessi. Mánaðar lífstílsbreyting er ekki lífstílsbreyting. Að loknum 10 vikum halda þó flestir áfram hjá okkur, viðtal, mælingar, hvatningin, matardagbækurnar og ný æfingaáætlun mánaðarlega er alveg eitthvað til að halda fólki gangandi.“ Prógramminu fylgir einnig 150 bls. bók.
Fylgstu með á Facebook og Instagram: trainer.is
„Við setjum oft æfingar og fjölbreyttan fróðleik daglega inn á Instagram í „story,“ en einnig erum við að birta reglulega fræðslumyndir eða myndbönd. Á Facebook setjum við inn greinar og fróðleik,“ segir Sif.
Prófaðu Trainer.is frítt með því að nota kóðann 10ádag
Hér má nálgast 30 daga þjálfunaráætlun og prufu matseðil í 2 daga. Kóðinn er 10ádag.