fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Dr. Gunni ósáttur: „Íslenskir kjósendur voru bara of ferkantaðir pappakassar til að fatta þetta“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, segir að það skipti miklu máli að kjósa rétt. Það hafi ítrekað sannast á undanförnum árum.

Í pistli á bloggsíðu sinni gerir hann þetta að umtalsefni og vísar til Eurovision-söngvakeppninnar máli sínu til stuðnings. Þar hafi Íslendingar ítrekað gert mistök.

Pappír Svölu fór síðast. Pottþétt lag og fumlaus flutningur alvöru poppsöngkonu. Ísland elskar Svölu sína, en Evrópa tengdi bara ekkert við þetta. Um hvað var verið að syngja? Pappír? Skrifstofuvörur í Eurovision – það er ekkert sexí við það, engin skýrskotun við evrópskt sálarlíf. Svala hefði alveg eins getað sungið „Heftari“ eða „Skrifborð“. Lagið í öðru sæti hefði líklega gert betri hluti. Daði Freyr og brosandi krakkarnir hefðu verið á skjön við meginstrauma söngvakeppninnar – svona eins of Portúgalinn sem vann. Íslenskir kjósendur voru bara of ferkantaðir pappakassar til að fatta þetta. Það er alltaf sama sagan,“ segir Dr. Gunni.

Hann segir að þetta „heilkenni“ kjósenda hafi keyrt um þverbak 2015 þegar María Ólafsdóttir flutti framlag Íslands í Eurovision. „…en eftir sat Friðrik Dór með lag sem hefur orðið einn stærsti smellur síðustu ára – Í síðasta skipti – og er sungið af börnum og gamalmennum um allt land, á meðan enginn man eftir Maríu og laginu hennar sem datt strax úr forkeppninni.

Ísland hefur ekki komist upp úr forkeppni Eurovision þrjú ár í röð. Sjáum til hvernig gengur næst, en þetta er auðvitað óviðunandi ástand. Á laugardaginn á að kjósa til alþingis í fjórða skipti síðan eftir bankahrun. Það eru flestir komnir með æluna í hálsinn út af þessu eilífa áreiti af stjórnmálamönnum, en fólk verður að þola þetta lýðræði og mæta á kjörstað og kjósa lag sem verður sungið í fjögur ár, en ekki bara í nokkra mánuði,“ segir Gunnar sem segir síðan frá því hvaða flokk hann ætlar að kjósa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna