fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Polanski enn á ný sakaður um nauðgun

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 7. október 2017 21:30

Roman Polanski í sviðsljósinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk leikkona, Renate Langer, sem nú er 61 árs, segir að leikstjórinn Roman Polanski hafi nauðgað henni árið 1972 þegar hún var 15 ára gömul. Langer leitaði til svissnesku lögreglunnar sem kannar nú hvort mögulegt sé að ákæra leikstjórann svo löngu eftir hinn meinta glæp. Langer segist ekki áður hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og sagði hvorki foreldrum sínum né vinum frá atvikinu á sínum tíma. „Móðir mín hefði fengið hjartaáfall,“ segir hún. „Ég skammaðist mín, var týnd og ein.“ Nokkrum árum seinna sagði hún kærasta sínum frá því hvað hefði gerst.

Langer vann á táningsaldri sem módel og var kynnt fyrir Polanski sem bauð henni í heimsókn og gaf í skyn að hann hefði áhuga á að fela henni kvikmyndahlutverk. Hún segir að hann hafi nauðgað henni í svefnherberginu og hún hafi reynt að berjast á móti en árangurslaust. Að hennar sögn hringdi Polanski mánuði síðar, baðst afsökunar og bauð henni kvikmyndahlutverk sem hún þáði. Hún fékk smáhlutverk í mynd hans Che? og Polanski lét hana í friði meðan á kvikmyndatökum stóð. Hún segir að hann hafði síðan komið í heimsókn þegar hún var ein heima og nauðgað henni. Hún segist hafa reynt að verjast með því að henda í hann vínflösku og ilmvatnsglasi.

Í ágústmánuði síðastliðnum sagði kona í Los Angeles að Polanski hefði nauðgað henni þegar hún var 16 ára gömul. Árið 2010 steig svo breska leikkonan Charlotte Lewis fram og sagði Polanski hafa beitt hana kynferðisofbeldi.

Polanski hefur búið í Frakklandi allt frá hann flúði Bandaríkin árið 1978 eftir að hafa verið sakaður um að hafa nauðgað hinni þrettán ára gömlu Samönthu Geimer. Hann viðurkenndi að hafa haft samræði við barn undir lögaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“