Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.
Hér má sjá pakka dagsins.
————————–
Muauricio Pochettino segir að hann myndi þurfa að hlusta á Real Madrid, vilji félagið fá hann til að taka við af Zinedine Zidane. (Mirror)
Þýski landsliðsþjálfarinn Joachim Low hefur algjörlega útilokað það að taka við Real. (ESPN)
Sporting Lisbon reynir þessa stundina að selja miðjumanninn William Carvalho en hann er orðaður við nokkur félög. (Sky)
John Terry mun hitta fyrrum samherja sinn, Frank Lampard, hjá Derby en þeir munu starfa saman á ný. (Star)
Emre Can hefur samþykkt að ganga í raðir Juventus og skrifar undir fjögurra ára samning. (Calciomercato)
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill fá að hitta móður Ousmane Dembele til að sannfæra hana um að sonur hennar eigi að koma yfir á Anfield. (Mundo Deportivo)
Manchester United vill fá Gareth Bale frá Real Madrid en Real hefur ekki gefið lil kynna að leikmaðurinn sé til sölu. (ESPN)