fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn mynda meirihluta í Kópavogi

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 2. júní 2018 08:00

Mynd: Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson

Samkvæmt öruggum heimildum DV hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins náð samkomulagi um að mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs næstu fjögur árin. Tilkynning þess efnis er væntanleg um helgina. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðismanna, mun áfram gegna embætti bæjarstjóra Kópavogs en Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins, verður formaður Bæjarráðs.

Á síðasta kjörtímabili var Sjálfstæðisflokkurinn í meirihlutasamstarfi við Bjarta framtíð í Kópavogi en oddviti flokksins, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, sat í bæjarstjórn fyrir hans hönd. Í nýafstöðnum kosningum bauð Björt framtíð fram sameiginlegan lista með Viðreisn og var Theodóra oddviti hins nýja framboðs. 

Í viðtölum við Theodóru hefur greinilega komið fram að hún telji að meirihlutinn hafi haldið velli. Samkvæmt heimildum DV deila þó margir Sjálfstæðismenn ekki þeirri skoðun hennar. Samherjinn er ekki lengur sá sami að þeirra mati.

Samkvæmt sömu heimildum hefur samstarf Ármanns og Theodóru gengið vel. Theodóra var áfjáð í að halda því áfram og Ármann var jákvæður fyrir því.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir.

Það sama gilti þó ekki um fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í bænum og aðra bæjarfulltrúa flokksins. Meðal þeirra er Theodóra ekki vel liðin en hún þykir vera klaufaleg í mannlegum samskiptum.

Þá hafi mörgum gramist sú staðreynd að hún hafi dregið í rúmt ár að draga sig úr nefndum og ráðum bæjarins, á meðan hún sat bæði í bæjarstjórn og þingi, eins og hún hafði lofað.

Kornið sem fyllti loks mælinn voru viðbrögð Theodóru við umdeildri launahækkun bæjarstjórans. Hélt hún því fram að hún hefði verið á móti hækkuninni og greint frá þeirri skoðun sinni “bak við tjöldin” en endingu greitt atkvæði sitt með tillögunni sem samþykkt var einróma.

Þetta túlkuðu margir Sjálfstæðismenn sem svik og varð til þess að litið var til annarra valkosta. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur