fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Kynning

Hátíð hafsins 2018: Tveggja daga fjör á sjó og landi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátíð hafsins verður haldin dagana 2 – 3. júní. Þeir sem standa að baki hátíðinni eru Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð. Um framkvæmd og verkefnastjórnun sér Concept Events.
Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og Sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum.

Í ár er Sjómannadagurinn tileinkaður 100 ára Fullveldisafmæli Íslands, enda órjúfanlegur hluti af sögu lands og þjóðar.

Hátíðarsvæðið
Á Hátíð hafsins nær hátíðarsvæðið frá Hörpu, um Gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda. Útisvið á Grandagarði verður með skipulögðum viðburðum, bæði laugardag og á Sjómannadaginn, sunnudag og hjá HB Granda á Sjómannadaginn.

100 Furðufiskar á færibandinu færast nær

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmælinu ætlum við í samvinnu við yngri gesti hátíðarinnar að búa til listaverk sem við nefnum: 100 Furðufiskar á færibandinu. Stefnan er tekin á að það verði hannaðir 100 furðufiskar, einn fyrir hvert lýðveldisár og úr þeim hannaður glæsilegur skúlptúr. Þetta verk vísar ekki síður í það sem hátíðin er einna þekktust fyrir, Furðufiskasýningin. Veggurinn verður staðsettur á Bryggjuspellinu á Bótabryggju.

STELPUSLAGUR KODDASLAGUR

Koddaslagur á Plankanum í boði „Bið að heilsa niðrí slipp“

Stelpuslagur!  Sex stólpakvenmenn etja kappi á plankanum við Vesturbugt á Sjómannadeginum kl. 15:10.

Hver er varla tuska og hver er sannur skörungur? (Hver er fræknust? Hver er harðgerust? Hver er vöskust?) Úr því fæst skorið þegar konur láta koddahöggin dynja hver á annarri þar til önnur skellur á sænum við sára skömm.

Víki allir vesalingar!

Hver er fræknust? Hver er harðgerust? Hver er vöskust?

Er það

Saga Garðarsdóttir ugglausa
Inga Birna Ársælsdóttir illvíga
Þórunn Antonía Magnúsdóttir frækilega
Sigrún Helga Lund ódeiga
Jakobína Jónsdóttir eldlega
Elín Jónsdóttir gustmikla
Þuríður Blær Jóhannsdóttir dáðrakka
eða Steiney Skúladóttir gráleikna

Garpurinn Halldór Halldórsson (Dóri DNA) verður kynnir.

SÆBJÖRGIN – 90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Í tilefni af 90 ára afmæli Landsbjargar verður Sæbjörgin tileinkuð afmælinu og verða skemmtilegar uppákomur með ýmsum hætti í skipinu.

 

Minjaslóð – nýtt smáforrit um sögu hafnarinnar

Klukkan 14.00 á laugardag verður opnað nýtt smáforrit um sögu Reykjavíkurhafnar sem hlotið hefur nafnið Minjaslóð. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir mun opna það formlega.

Dr. BÆK
Í tilefni alþjólega hjólreiðadagsins verður Dr. BÆK við háfjallagám slysavarnafélagsins Landsbjargar á Bótabryggju og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins, laugardag og sunnudag kl. 13.00 – 16.00.

Ljósmyndasýning á Miðbakka
…þá held ég fleyi til hafnar…
SKIPIN OG HAFNIRNAR VIÐ FAXAFLÓA

 

Westward Ho

Þriðja hvert ár kemur Færeyski kútterinn Westward Ho til Íslands til að taka þátt í hátíðarhöldunum og í ár 2018 er komið að heimsókn! Það gleður okkur alltaf mikið að fá hann enda setur hann óneitanlega alltaf jafn fallegan svip á hátíðarsvæðið. Allir gestir hátíðarinnar eru velkomnir um borð og skoða kútterinn á laugardeginum. Í tilefni af komu skipsins mun Marin Frýdal, sem er „býráðslimur“ í Færeyjum verða einn af ræðumönnum Sjómannadagsins í heiðrun sjómanna á sunnudeginum kl. 14.00.

BRYGGJUSPRELL – á Bótabryggju
Okkar ævintýralega sjávartívóli á Bótabryggju hefur alveg slegið í gegn hjá yngri sem eldri kynslóðinni. Net, netakúlur, drumbar, fiskikör, gömul bretti, dekk, kaðlar og bara allt sem finnst í umhverfinu og hægt er að nota til þess að búa til ótrúlega ævintýralegt svæði/umhverfi með allskonar þrautum, smiðjum, keppnum og leikjum fyrir börn á öllum aldri.

Íslenskir fiskar. (Furðufiskasýningin)
Hafrannsóknarstofnun Íslands sýnir helstu nytjafiska við Ísland auk fjölmargra fisktegunda sem finnast í úthafinu og koma sjaldan fyrir sjónir almennings á Grandagarði.

Matarkista hafsins- Lostæti úr hafinu
Gestir hátíðarinnar fá að bragða á lostæti úr hafinu í boði Faxaflóahafna og Sjómannadagsráðs í tjöldunum á Grandagarði. Á borðstólnum verða þrjár tegundir af síld ásamt einstöku makríl-pate, súrum hval og þorskalifrapáte.

Fjölskyldudagur með knattspyrnukeppni og reiptogi áhafna
Laugardaginn 2. júní munu áhafnir skipa koma saman með fjölskyldum sínum á félagssvæði Þróttar í Laugardal. Þar munu sjómenn etja kappi í knattspyrnu og reiptogi, en auk þess verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin ásamt veitingum í boði sjómannafélagana. Allir velkomnir að koma og taka þátt í þessari fjölskylduskemmtun í tilefni Sjómannadagsins.

Minning sjómanna á sjómannadaginn 3. júní.
Kl. 10.00 á sunnudeginum hefst athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins. Þar verða flutt minningarorð og bæn. Heiðursvörð standa starfsmenn Landhelgisgæslunnar.

Kl. 11.00 verður haldin sjómannaguðsþjónusta í Dómkirkjunni

Heiðrun sjómanna
Hátíðardagskrá sjómannadagsins verður að venju haldin  kl. 14.00 á sunnudeginum á Grandagarði og send út í beinni útsendingu á RÚV. Heiðrun sjómanna, ávörp og tónlistaratriði. Gissur Páll Gissurarson syngur og Gerður G. Bjarklind verður kynnir. Dagskrá verður send út á Rás 1.

Skrúðganga meðfram höfninni á Sjómannadaginn kl. 13.00 frá Hörpu
Skoppa og Skrítla taka á móti gestum fyrir framan Hörpu kl. 12.30 ásamt Skólahljómsveit Austurbæjar. Haldið verður niður á Granda kl. 13.00 með skáta í broddi fylkingar meðfram nýju gönguleiðinni að Grandagarði þar sem hátíðarhöldin fara fram.

Tímasett dagskrá fyrir neðan:

Örn Árnason verður kynnir hátíðarinnar.

Lau kl. 11.00. Hátíð hafsins 2018 sett með skipalúðrablæstri þeirra skipa sem staðsett eru í kringum höfnina.

Lau kl. 14.00 Fjölskyldudagur sjómanna á félagssvæði Þróttar í Laugardal

Lau kl. 14.00 Siglingakeppni Brokey. Ræst og endað við Ingólfsgarð. Keppnin er ræst með fallbyssuskoti.

Lau kl. 14.00 Aflraunir karla og kvenna. Grandagarði.

Lau kl. 14.00 Opnun Minjaslóð – smáforrit (App) um sögu Reykjavíkurhafnar. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir opnar formlega.

Lau kl. 14.00 – 17.00 Westward Ho opið almenningi.

Lau kl. 13.00 – 17.00 Tónlist og skemmtun á stóra sviðinu á Grandagarði

Valdimar og Ari koma fram kl. 15.00 og kl. 16.00 ætla Steinunn, Steiney og Dísa að flytja nokkur lög. Meðal annars lagið sem samið var í tilefni að 100 ára afmæli fullveldis Íslands þar sem börnin tóku þátt í að semja textann.

Lau/Sun kl.12.00 – 16.00 Slysavarnafélagið Landsbjörg er að halda upp á 90 ára afmælið. Af því tilefni verður Sæbjörgin opin gestum þar sem hægt er að skoða aðstöðuna um borð. Litlir öryggisverðir fá viðurkenningu og allir fá blöðru.

Lau/Sun kl. 11.00 – 17.00 Bryggjusprell. Þar verður meðal annars hægt að smíða sinn eigin bát.

Lau/Sun kl. 11.00 – 17.00 Línubrú. Bak við Sjóminjasafnið.

Lau/Sun kl. 13.00 – 16.00 Fiskismakk í tjöldum á Grandagarði. Síld, makríl pate, súrhvalur og þorsklifrapate. Þá munu ýmis fyrirtæki kynna sjávartengdar afurðir. Umhverfisstofnun verður með fræðslu um plastið í sjónum. Plastmengun í hafinu er orðið stórt vandamál sem allir þurfa að leysa saman. Umhverfisstofnun ætlar meðal annars að kynna hvað hver og einn getur gert til að minnka mengun af völdum plasts.

Sun kl. 10.00. Minningarathöfn við minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskirkju.

Sun kl. 11.00. Sjómannamessa í Dómkirkju

Sun kl. 14.00. Hátíðardagskrá Sjómannadagsins – Heiðrun sjómanna, ávörp og tónlist

Sun kl. 13.00. Dorgveiðikeppni á Verbúðarbryggju. Stangveiðifélagið sér um. Flott verðlaun!

Sun kl. 15.10 Landhelgisgæslan sýnir; Björgun úr sjó.
Sun kl. 16.00 Koddaslagur á Verbúðarbryggju. Stelpuslagur!
Sun kl. 16.00 KK bandið spilar á stóra sviðinu.

Hátíð lýkur kl. 17.00, sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“