Þriðjudagskvöldið 10. október var haldið skemmtilegt foreldrakvöld í Versló. Mæting var virkilega góð enda bauð metnaðarfullt foreldraráðið upp á flottar veitingar og fjölbreytta og fróðlega dagskrá.
Foreldrunum bauðst meðal annars að hlusta á fyrirlestur Bryndísar Jónu Jónsdóttur sálfræðings sem fór yfir hagnýtar leiðir fyrir foreldrana til að styðja við unglinga sína á uppbyggilegan hátt. Ljósmyndari Birtu leit við og smellti af nokkrum myndum af föngulegum foreldrunum og flottum Verslunarskólanemum.
Finnur Árnason, Anna Marin Urbanic, Kristín Jóhannsdóttir og Hafstein Sv. Hafsteinsson.
Mynd: BB
Erla Konný Óskarsdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson.
Mynd: BB
Erna María Jónsdóttir og Rúnar Kristinsson.
Mynd: BB
Valdís Harpa og Lárey með Verslóblaðið.
Mynd: BB
Edda, Antoníus, Ásta og Eiður.
Mynd: BB