Hljómsveitin Kaleo hefur slegið í gegn hér heima og einnig vestanhafs, en meðlimir hennar búa og starfa í Austin í Texas. Davíð Antonsson Crivello, trommari sveitarinnar, fann einnig ástina vestanhafs hjá leikkonunni Taylor Spreitler. Þau eru búin að vera saman í um eitt og hálft ár. Spreitler, sem er 24 ára gömul, er á uppleið í Hollywood og lék meðal annars á móti Kevin James í þáttunum Kevin Can Wait, en þeir þættir hafa að vísu verið teknir úr sýningu. Næsta hlutverk hennar er í hryllingsmyndinni Leprechaun Returns.