fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Frú Lauga bændamarkaður Laugalæk: Sælkeraverslun með vörur beint frá býli

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frú Lauga opnaði búðardyr sínar árið 2013 með þá hugmynd að selja vörur beint frá framleiðendum og bændum. „Mest erum við að taka frá íslenskum framleiðendum sem eru að byrja á markaðnum, að aðstoða þá við að koma þeirra vörum inn á markaðinn. Það er líka Ítalíutenging,“ segir Guðný Önnudóttir, rekstrarstjóri Frú Laugu, „en upphaflegir eigendur Frú Laugu bjuggu þar. Því fást sem dæmi ólífuolíur, ferskir ávextir og fleiri vörur frá Ítalíu í versluninni.

„Ég hef lifað og hrærst fyrir mat frá því ég var unglingur. Líf mitt hefur verið matur, matur er ein af grunnþörfum okkar og mér finnst mjög fallegt að vinna með hreina og góða fæðu, gefa fólki að borða og kynna holla vöru fyrir því.“

Vöruúrval Frú Laugu tekur breytingum eftir framboði og árstíma, en sem dæmi um vörur sem þar eru í boði má nefna lífrænu ólífuolíuna frá Sikiley, sem fólk frá öðrum landshlutum kemur til að kaupa, og epli sem koma frá framleiðanda í Bretlandi, epli sem hætt er að framleiða fyrir stórmarkaði, en Frú Lauga tekur beint frá framleiðanda sem er að rækta á lífrænan hátt.

„Við erum stoltust af íslenskum framleiðendum, eins og til dæmis Erpsstöðum sem eru að gera skyr eins og í gamla daga. Þeir eru einnig að gera osta í litlu magni og brodd. Við erum að fá frá Háafelli geitaost og pylsur. Lífrænu vörurnar frá Móður jörð eru alltaf dásamlegar og vandaðar. Súrkálið hennar Dagnýjar Hermannsdóttur hefur slegið í gegn en hún byrjaði framleiðslu nú í vetur. Súrkál ættu allir að borða, það er svo gott fyrir þarmaflóruna. Við fáum ferskt holdnautakjöt beint frá Hálsi í Kjós og mikið af grænmeti beint frá bændum. Við erum alltaf spennt þegar nýir framleiðendur hafa samband við okkur og vilja koma vörum sínum á framfæri.“

Það er alltaf eitthvað nýtt, ferskt og hollt að finna í matarflóru Frú Laugu og því tilvalið að kíkja á það sem er í boði hverju sinni.

Frú Lauga er á Laugalæk 6, sími 534-7165, netfang frulauga@frulauga.is.
Opið er virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 10–16.

Allar upplýsingar um Frú Laugu má finna á heimasíðunni og á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“