fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Kynning

Bjarteyjarsandur: Sveitarómantík og fegurð Hvalfjarðar

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitabærinn Bjarteyjarsandur í Hvalfirði hefur verið í eigu sömu ættar frá árinu 1887, þar hefur í 25 ár verið rekin gestamóttaka og í dag, föstudaginn 1. júní, verður opnað þar sveitakaffihús sem leggur áherslu á eigin framleiðslu, bæði kökur og létta rétti.

„Við höfum tekið á móti alls kyns hópum í mörg ár; skólahópum, erlendum ferðamönnum, íslenskum starfsmannahópum og öðrum hópum sem eiga leið um Hvalfjörð,“ segir Arnheiður Hjörleifsdóttir. „Síðasta sumar fundum við fyrir mikilli þörf á áningarstað fyrir ferðamenn sem ferðast á eigin vegum, stað þar sem hægt væri að gera stutt stopp, fá sér léttar veitingar, hvíla sig, komast á snyrtingu og hitta heimafólk. Við ákváðum því að nota veturinn til að vinna í því að opna kaffihús hér í gömlu fjóshlöðunni.“

Flatkökutapas, kræklingaveisla og heimabakað góðgæti í boði á nýju kaffihúsi

„Matseðilinn höfum við þróað í samstarfi við reynda matreiðslumenn og áherslan verður á heimafengið hráefni og heimagerðan mat. Boðið verður upp á súpu dagsins, krækling úr Hvalfirði, samlokur og fleira. Við verðum svo með þjóðlega smárétti, en móðir mín, Sigríður Inga, gerir heimsins bestu flatkökur og við berum þær fram með bæði þjóðlegu og nýstárlegu áleggi eins og heimareyktu kjöti, grafinni lambalund, reyktum og gröfnum silungi og heimagerðu hummus svo fátt eitt sé nefnt. “

Kaffihúsið verður opið alla daga í sumar milli kl. 11–17. Tekið er á móti hópum utan þess tíma. „Vinsælustu hóparéttirnir eru grillhlaðborð beint frá býli og óvissumatseðill kokksins sem samanstendur af sjö spennandi réttum úr eldhúsi húsfreyjunnar.“

Fegurð Hvalfjarðar og nálægð hans við Reykjavík býður upp á óendanlega marga möguleika sem útivistar- og fjölskylduparadís. Það eru fjölbreyttar gönguleiðir og afþreying fyrir fjölskyldur og einstaklinga. „Við sérhæfum okkur í sögu og náttúru Hvalfjarðar og sjáum um að skipuleggja ferðir og sjá um leiðsögn fyrir hópa, allt upp í 200 manns.“

Það er fjölbreyttur hópur gesta sem kemur að Bjarteyjarsandi til að njóta náttúru, menningar og sveitaloftsins. „Í gegnum tíðina höfum við sérhæft okkur í að aðstoða hópa sem vilja gera sér glaðan dag á þessu svæði. Það er orðið vinsælt að keyra um fjörðinn á fallegum degi, enda landslagið fjölbreytt og fegurðin einstök,“ segir Arnheiður og býður alla velkomna á Bjarteyjarsand, bæði til að njóta náttúrunnar og heimsækja nýja kaffihúsið.

Allar nánari upplýsingar um Bjarteyjarsand, gönguleiðir um Hvalfjörð og leiðsögn má fá í símum 433-8831 og 891-6626 og með því að senda póst á netfangið: arnheidur@bjarteyjarsandur.is.

Heimasíða
Facebooksíða

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“