„Það hættulegasta við þetta er að þarna er höfðað til unglinga en ekki fullorðinna. Það er ekkert áfengisbragð eða lykt af þessu gosi en áfengismagnið er til staðar,“ sagði Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnarráðunautur í samtali við DV 13. febrúar.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, tók í sama streng. „Ríkisútsalan verður að fara að gera upp við sig hvort hún ætlar að hafa bindindissjónarmið í huga því ef hún hefur það ekki þá er grundvöllurinn fyrir því að hafa þessa ríkisútsölu hreinlega brostinn.“