fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Fyrstu viðbrögð við nýjustu mynd Baltasars leka út: „Myndin var miklu betri en ég átti von á“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 30. maí 2018 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Adrift, var frumsýnd í Los Angeles á dögunum en fjölmiðlar og gagnrýnendur eru bundnir þagnarskyldu hvað ritdóma varða og almenn viðbrögð til 31. maí. Hins vegar hafa ýmsir notendur kvikmyndasíðunnar Letterboxd þegar látið í sér heyra.

Adrift er sannsöguleg mynd um Tami Oldham og unnusta hennar, Richard Sharp, en saman ætluðu þau að sigla frá Tahiti til San Diego árið 1983. Á miðri leið lenda þau í fellibylnum Raymond og þegar óveðrið er gengið yfir sjást miklar skemmdir á bátnum og er unnustinn horfinn. Shailene Woodley og Sam Claflin fara með helstu hlutverk.

Ummæli notenda eru flest í jákvæðari kantinum og virðast ýmsir vera sammála um að útkoman sé sterkari en stiklur gefa upp.

„Það þyrfti helst að klippa þessa stiklu upp á nýtt og breyta heiti myndarinnar því hún er í rauninni nokkuð góð. En það kemst ekki til skila út frá hræðilegum vinnubrögðum markaðsdeildarinnar… “

„Myndin var miklu betri en ég átti von á. Hún nýtir sér frásögnina með frábærum hætti.“

„Mér finnst of margar kvikmyndir þessa dagana rugla í sögubyggingunni af engri ástæðu, en þessi gerir það afar vel. Endirinn er kraftmikill og aðalpersónan er geysilega áhugaverð.“

„Frekar dæmigerð háskasaga, verður aðeins þolanlegri eftir því sem á líður. Hefðu alveg mátt vera fleiri hákarlar.“

„Virkilega áhrifarík kvikmynd sem Shailene Woodley gæti pottþétt fengið einhver verðlaun fyrir. Þau Sam Claflin eiga frábæra kemistríu og uppbygging sögunnar gengur upp. Hápunkturinn var hversu kát þau voru í senu þar sem þau borða hnetusmjör. Ég tengi algjörlega við þessa gleðitilfinningu.“

„Diet-Titanic eða Cast Away á sjó. Ég er að vísu sammála með hnetusmjörið. Svo gott.“

„Eftir þessa stiklu bjóst ég ekki við góðri mynd en ég elskaði hana. Shailene Woodley á magnaðan leik samhliða Sam Claflin og smellpassa þau saman. Sambandið þeirra er klisjukennt og kjánalegt á tíðum en þrátt fyrir það elskaði ég þau og krúttlegu atriðin á milli þeirra. Saga Tami Oldham er svo upplífgandi og átakanleg… Ég myndi mæla með þessari mynd fyrir alla ævintýragjarna sem hafa áhuga á sannsögulegri mynd um hvetjandi og hugrakka konu.“

Myndin er frumsýnd á Íslandi 13. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á