fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Pressan

Sonur Kennedy með athyglisverð ummæli – „Saklaus maður var dæmdur fyrir morðið“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. maí 2018 07:06

Sirhan Sirhan. Er hann saklaus?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert F. Kennedy Junior er sannfærður um að maðurinn sem var sakfelldur fyrir að skjóta föður hans, Robert Francis ´Bobby´ Kennedy, til bana þann 5. júní 1968 sé ekki morðinginn. Hann hefur sjálfur farið yfir gögn málsins, þar á meðal krufningarskýrslu og lögregluskýrslu auk þess sem hann hitti dæmda manninn í fangelsi og ræddi við hann.

Kennedy Junior skýrði frá þessari sannfæringu sinni í viðtali við Washington Post. Faðir hans var bandarískur þingmaður og bróðir John F. Kennedy, forseta, sem var einnig myrtur. Robert Francis ´Bobby´ Kennedy var myrtur í Los Angelse í Kaliforníu þegar hann tók þátt í kosningabaráttunni vegna forsetakosninganna þetta sama ár. 24 ára palenstínskur innflytjandi, Sirhan Sirhan, var handtekinn og dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

„Ég varð að hitta Sirhan. Ég er ósáttur við að hugsanlega var rangur maður dæmdur. Ég held að föður mínum hefði liðið eins ef hann vissi að einhver sæti saklaus í fangelsi.“

Sagði Kennedy Junior sem krefst þess að málið verði rannsakað á nýjan leik. Hann er sannfærður um að Sirhan hafi ekki getað skotið föður hans. Hann segir það styðja þá sannfæringu hans að skotsárið á Kennedy bendi til að morðinginn hafi staðið á bak við föður hans en ekki fyrir framan eins og vitni skýrðu frá.

Sirhan Sirhan játaði 1969 að hafa skotið Robert Francis ´Bobby´ Kennedy en bar við minnisleysi um atburðarrásina.

Kennedy var skotinn fjórum skotum í höfuðið og lést 26 klukkustundum síðar á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi efni eru ótrúlega áhrifarík til að halda köngulóm fjarri

Þessi efni eru ótrúlega áhrifarík til að halda köngulóm fjarri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsmaðurinn segir demókrötum að þess vegna hafi þeir tapað – „lítið í spegil“

Sjónvarpsmaðurinn segir demókrötum að þess vegna hafi þeir tapað – „lítið í spegil“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grúskari datt í lukkupottinn

Grúskari datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnufræðingar vilja aftur breyta skilgreiningunni á plánetu

Stjörnufræðingar vilja aftur breyta skilgreiningunni á plánetu