fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Kristjana fór aftur á þjóðhátíð eftir að hafa kært nauðgun: „Þung og erfið skref inn í dalinn“

Þótti ótrúverðug og málið fellt niður – „Ég vil að mér sé trúað, og að ekki sé farið beint eftir hans sögu“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 13. júlí 2016 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er bara hreinlega eins og réttarkerfið hér á landi trúi ekki að fólk lendi í svona atburðum, því að í of mörg skipti eru þau mál felld niður eða komast ekki einu sinni fyrir dóm,“ segir Kristjana Valdís sem kærði mann fyrir nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2012. Málið var fellt niður, meðal annars vegna þess að í skýrslutöku hjá lögreglu lét Kristjana þessi orð falla: „Ég vil að mér sé trúað, og að ekki sé farið beint eftir hans sögu“. Hún hvetur engu að síður fórnarlömb kynferðisbrota til þess að kæra ofbeldið enda sé viss sigur fólginn í því að leggja fram kæru, þó svo að málið sé látið niður falla.

Kristjana fór aftur á þjóðhátíð í fyrra, þremur árum eftir atburðinn og rifjar það upp í grein sem birtist á vef Bleikt.

„Það voru þung og erfið skref inn í dalinn en mikið sem ég er glöð að hafa tekist á við þau skref. Ég var með góðum hóp af fólki sem ég treysti 100% og skemmti mér rosa vel,“ ritar hún.

„Að fólki hafi fundist skrítið að ég hafi sagt þetta er svo furðulegt því nú hefur maður séð svo margar sögur um að mál hafi fallið niður og að það borgi sig ekki að kæra því það er ekki einu sinni hlustað á fórnalömbin. Það er ástæðan fyrir því af hverju ég sagði þetta við lögregluna,“ segir Kristjana.

Önnur ástæðan fyrir því að mál Kristjönu var látið niður falla var sú að tímasetningar hennar og tveggja vitna í málinu passaði ekki alveg við tímasetningarnar sem þau sögðu tveimur árum áður. Þá skýringu er hún ósátt við.

„Það þykir mér mjög asnalegt þar sem það liðu tvö ár á milli og fólk var undir miklu stressi, jafnvel undir áhrifum og ósofið. Það er ekki eins og við séum að tala um tveggja tíma breytingar, heldur liðu tvö ár og það er langur tími. Held þetta hafi verið bara til að finna eitthvað að og auka líkurnar á að málið myndi falla.“

„Eftir nauðgunina átti ég erfitt með kynlíf, tók það mig smá tíma og svaf ég hjá strák sem ég treysti. En eitt sem gerðist er að mér fór að vera alveg sama um sjálfa mig og hvernig var komið fram við mig, sem er engan veginn rétt,“ segir hún jafnframt en hún kveðst enn í dag vera að vinna í sjálfri sér og hún sé hún ekki leitast eftir vorkunn með því að segja frá reynslu sinni.

„Ég vil segja við stelpur, jú og stráka, að ekki hika við að kæra ef þið lendið í nauðgun! Því þó málið falli niður er þetta viss sigur fyrir ykkur að kæra það. Það segir að þið látið ekki ganga svona yfir ykkur og viljið að rétt sé rétt, og að fórnalamb á aldrei að finna fyrir skömm eftir svona. Þetta er aldrei okkur að kenna, hvort sem áfengi er til staðar eða þú sért búin/n að segja já og hættir við, því það má alltaf hætta við!“

Hér má lesa grein Bleikt í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman