fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Haraldur með tvær milljónir á mánuði í Mosó – Hækkaði um 360 þúsund

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. maí 2018 08:53

Haraldur Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, fékk 360 þúsund króna launahækkun árið 2017. Bæjarfulltrúar hækkuðu einnig í launum um 34 prósent. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar afsalaði sér ekki hækkun kjararáðs á þingfarakaupi árið 2016 líkt og margar sveitastjórnir aðrar.

 

Haraldur var með tvær milljónir á mánuði sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi árið 2017 en það er 361 þúsund krónum meira en árið áður, en hækkunin nemur 22 prósentum.

Samkvæmt ráðningarsamningi fylgja laun bæjarstjóra launum ráðuneytisstjóra. Haraldur er einnig kjörinn bæjarfulltrúi og þiggur því tvöföld laun og er meðal hæst launuðu bæjarstjórum landsins. Í Mosfellsbæ búa um 10000 manns.

 

Laun bæjarfulltrúa alls námu 34 milljónum árið 2017, voru 25,4 áður. Hækkunin nemur 33,8 prósentum, en laun bæjarstjórnar hækkuðu frá og með 1. Janúar 2017 í samræmi við hækkun þingfararkaups.

 

Til samanburðar nefnir Vísir að bæjarstjóri Akureyrar, Eiríks Björns Björgvinssonar, hækkaði um 103 þúsund krónur á mánuði í launum í fyrra, sem er sjö prósent hækkun og laun bæjarfulltrúa um 31 prósent. Eiríkur var því með 1.562 þúsund á mánuði árið 2017, samanborið við 1.459 þúsund árið áður.

Akureyrarbær er meðal þeirra sem aftengdu sig þingfararkaupi og hækkunum kjararáðs í lok árs 2016 og miða sig við launavísitölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki