fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Einstæða móðirin sem týndi ferðasjóðnum: Ókunnugur maður kom til bjargar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. maí 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær sögðum við frá því að einstæð tveggja barna móðir hefði tapað umslagi sem í var ferðasjóður hennar og dætra hennar. Var það Fjarðarpósturinn sem fyrst birti beiðni móðurinnar um að Hafnfirðingar hefðu augun opin ef þeir sæu umslagið.

Umslagið hefur ekki fundist enn þrátt fyrir að yfir 50 þúsund manns hafi séð beiðnina á Facebooksíðu Fjarðarpóstsins og hátt á áttunda hundrað hafa deilt henni. Þá eru ótaldar aðrar deilingar, bæði af vef DV og annarsstaðar.

En málið fékk farsælan enda í gær þar sem hjartahlýr maður sendi póst til ritstjórans og vildi styrkja litlu fjölskylduna um þá fjárhæð sem týndist. Móðirin unga vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa dreift beiðninni. Hún er harðákveðin í að ef umslagið finnst þá ætlar hún að gefa peninginn til góðgerðarmála.

Móðirin og maðurinn sem ákvað að styrkja hana óskuðu bæði nafnleyndar við Fjarðarpóstinn, sem virðir þá ósk að sjálfsögðu. Allt er gott sem endar vel.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“