Umslagið hefur ekki fundist enn þrátt fyrir að yfir 50 þúsund manns hafi séð beiðnina á Facebooksíðu Fjarðarpóstsins og hátt á áttunda hundrað hafa deilt henni. Þá eru ótaldar aðrar deilingar, bæði af vef DV og annarsstaðar.
En málið fékk farsælan enda í gær þar sem hjartahlýr maður sendi póst til ritstjórans og vildi styrkja litlu fjölskylduna um þá fjárhæð sem týndist. Móðirin unga vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa dreift beiðninni. Hún er harðákveðin í að ef umslagið finnst þá ætlar hún að gefa peninginn til góðgerðarmála.
Móðirin og maðurinn sem ákvað að styrkja hana óskuðu bæði nafnleyndar við Fjarðarpóstinn, sem virðir þá ósk að sjálfsögðu. Allt er gott sem endar vel.