fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

NETFLIX: Safe – Ekkert er falið að eilífu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. maí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttaröðin Safe fjallar um barnalækninn og ekilinn Tom Delaney (Michael C. Hall, hinn einni sanni Dexter), sem er faðir tveggja dætra á unglingsaldri. Ári eftir andlát eiginkonu hans úr krabbameini er fjölskyldan enn í sárum og Delaney strögglar við að ná tengingu við dætur sínar, sinna starfinu og kynnast ástinni að nýju.

 Þáttaröðin hefst á því að eldri dóttirin, Jenny, 16 ára, fer í partý ásamt kærasta sínum. Þegar þau skila sér hvorugt heim og svara ekki skilaboðum eða síma, hefst leit Delaney að dóttur sinni. Foreldrar kærastans, sem er 19 ára, hafa þó minni áhyggjur af syni sínum, enda sjálf á kafi í eigin vandamálum.

Serían var frumsýnd á Netflix þann 10. maí síðastliðinn í 190 löndum, og er gerð í bresku, frönsku samstarfi eftir sögu bandaríska rithöfundarins Harlan Coben. Þáttaröðin sem telur átta þætti, sem er alveg mátulegt fyrir langt kvöld eða einn helgardag, hefur fengið misjöfn viðbrögð gagnrýnenda og setja flestir út á hreim Hall, sem er bandarískur en leikur hér englending. Vert er þó fyrir alla aðdáendur Hall að horfa á þessa þætti, enda eru þeir nokkuð góðir, þó þeir séu ekki fullkomnir.

Delaney býr ásamt dætrum sínum í lokuðu hverfi, þar sem aðgangsstýrt hlið lokar samfélaginu og verndar það fyrir utanaðkomandi aðilum. Þegar líður á þættina kemur hins vegar í ljós að ótal mörg leyndarmál liggja grafin hjá íbúum samfélagsins og allir virðast hafa eitthvað að fela. En ekkert er falið að eilífu og líkt og að skræla lauk koma leyndarmálin upp á yfirborðið eitt af öðru.

Hver þáttur endar á einhverju óvæntu, þannig að fyrir óþolinmóða væri ómögulegt að horfa á þáttaröðina á átta vikum og bíða alltaf viku eftir næsta þætti. Þökk sé Netflix, er það nú algjör óþarfi.

Safe á IMDB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“