fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Gunnþór Sigurðsson: Samhugur ríkti í eldhúsi Samhjálpar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Q4U, KR-ingur og starfsmaður Pönksafnsins í Bankastræti segir í dag í stöðufærslu á Facebook frá skemmtilegu atviki sem átti sér stað í eldhúsi Samhjálpar þar sem Gunnþór starfar stundum sem sjálfboðaliði.

Atvikið minnir okkur á að náungakærleikurinn kostar ekkert, í það minnsta af veraldlegum auði, en skilar okkur svo miklu meira til baka.

Á annan í hvítasunnu var fjöldi einstaklingar sem mætti til Samhjálpar til að borða, fjöldinn var svo mikill að maturinn var að klárast, og smá bið í næsta skammt. Maðurinn sem Gunnþór var að afgreiða sagði honum að láta þann næsta í röðinni fá skammtin, sjálfur var hann sáttur við nokkrar kartöflur á diskinn.

Gunnþór hrærður yfir náungakærleik mannsins skammtaði honum ríflega á disk, færði honum á borðið og fékk í staðinn þéttings faðmlag.

Við gefum Gunnþóri orðið:

„Í fréttum er þetta helst….

Ég er stundum sjálfboðaliði í eldhúsi Samhjálpar ef það vantar einhvern, en í dag sá ég atvik sem á erindi á Fésbók það var troðið af fólki og þá var eldað í hvelli réttur númer tvö á meðan löng röðin mjakaðist að borðinu, tveir bitar voru eftir af kjöti og fyrir framan mig stendur vígalegur Pólverji sem á góðum degi gæti „svæft“ einhvern og eflaust gert það nokkrum sinnum. Við hliðina á honum var íslenskur ellilíferisþegi sem sagði fátt en starði á bitana tvo, hvað á ég að gera ?

En þá benti sá pólski á þann gamla og sagði á pólsk/ensku: „láttu gamla manninn fá þessa bita hann þarf meira á því að halda en ég,“ bað svo um nokkrar kartöflur á disk og labbaði frá borðinu en ég tók eftir því hvar hann settist. Sá gamli varð glaður mjög en röðin urraði aðeins því að flestir héldu að allur matur væri búinn.

Eftir sirka korter var pastarétturinn til og röðin silaðist áfram en ég tók disk frá og skammtaði vel gekk að borðinu þar sem sá pólski sat og rétti honum yfir öxlina eftir að hafa sagt Polska og slegið þvert á kassann á mér að hætti Rómverja en þá stóð hann hann upp og ég hélt að nú væri game over en hann faðmaði mig það þétt að loftið tæmdist úr mér, sló svo þvert yfir kassann á sér sagði Ísland og brosti.

Þessi fallegi dagur.“

 

Lestu einnig: Einar Bárðarson: Fékk ryk í augun yfir góðmennsku bensínafgreiðslumannsins Saif

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt