fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Hinn meistaralegi Hitchcock

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var gaman að horfa á heimildamyndina um samband snillingsins Alfreds Hitchcock og franska leikstjórans Francois Truffaut, sem RÚV sýndi síðastliðið mánudagskvöld. Myndin byggði á bók sem Truffaut skrifaði um Hitchcock og kom út árið 1966. Bókin er samtal milli þeirra beggja um myndir meistara hryllingsins og er ríkulega myndskreytt. Hún er einstaklega fróðleg aflestrar og endalaust er hægt að sökkva sér ofan í hana, það veit ég vegna þess að ég á hana. Hitchcock var skemmtilegur viðmælandi og í myndinni heyrðum við upptökur af samtölum hans og franska leikstjórans. Vitaskuld voru síðan sýnd fjölmörg atriði úr myndum Hitchcock og rætt við þekkta leikstjóra sem eru aðdáendur hans.

„Ég hef áhuga á áhorfendum,“ sagði Hitchcock sem gerði kvikmyndir fyrir fólkið. Bandarískir gagnrýnendur litu margir hverjir á hann sem sérvitring sem gerði afþreyingarmyndir, ekki sérlega merkilegar, þar sem honum brá sjálfum fyrir í svipmynd. Menn eins og Truffaut sáu snillinginn Hitchcock, sem kunni á myndmál, hafði næmt auga fyrir sjónarhornum og kom áhorfendum stöðugt á óvart.

Óneitanlega fékk maður á tilfinninguna eftir að hafa horft á þessa heimildamynd að stórum hóp í kvikmyndaelítu þess tíma hefði þótt ófínt að áhorfendur hrifust af myndum Hitchcock, þetta voru semsagt alþýðumyndir. Svo er það nú einfaldlega þannig að þeir sem setja hrylling og spennu í forgrunn, eins og Hitchcock gerði, þykja yfirleitt ekki sérlega djúpir listamenn. (Viðhorf margra til meistara Stephens King er dæmi um að þetta viðhorf er enn við lýði). Þarna er um grundvallarmisskilning að ræða, eins og Truffaut tókst sannarlega að leiðrétta með bók sinni og ítrekað var í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“