Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Í Evrópu sást nýlega til:
Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á AALTO Bistro í Norræna húsinu, er búinn að vera gestakokkur og kennari við UNISG, virtan Slow Food-skóla á Ítalíu. Sveinn er þekktur fyrir að fara spennandi og óhefðbundnar leiðir í matreiðslunni og nýta óhefðbundin hráefni á nýstárlegan hátt.