fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

20 frábærar kynlífssenur í kvikmyndum

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 15. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kynlíf er leiðinlegt ef þú ert ekki ekki þátttakandi í því“

Þetta sagði leikstjórinn Ridley Scott eitt skipti, aðspurður um hvers vegna ástarleikir hafi svona oft verið fjarverandi í hans kvikmyndum.

Sjálfur hefur Scott forðast það eftir bestu getu að skjóta slíkar senur því hann telur þær sjaldnast hafa einhverju við að bæta. Líklega er margt til í þessu. Það getur verið mjög erfitt að skapa kynlífssenu sem er meira en tilraun til að æsa áhorfendur og fylla í lengdina; kynlífssenu sem er spennandi, fáránleg, raunsæ, ýkt og fyrst og fremst þjónar tilgangi sögunnar með eftirminnilegum hætti.

Hins vegar gæti Scott varla neitað því að sumar senur kvikmyndasögunnar hafi skilið eitthvað fjörugt eftir sig, til að mynda einhverjar af þessum tuttugu sem hér verða taldar upp.

En eftir hverju bíðum við? Ríðum á vaðið:

 

Brokeback Mountain (2005)

Hvað gerir maður eftir erfiðan dag af kindasmölun þegar straumar svífa milli þín og samstarfsmannsins? Sérstaklega þegar kuldinn skellur á og einhverja leið þarf að finna til þess að halda á ykkur hita… og þegar kakóið er búið.

Góð sena allavega, í mynd sem óréttlátt er að kalla eitthvað annað en hreinræktaðan gimstein. Aðdáendur þessarar myndar kippa sér ekkert upp við það að hún er oft misskilin sem „bara einhver hommakúrekamynd“. Það er hún alls ekki. Heath Ledger heitinn og Jake Gyllenhaal eru í essinu sínu þarna.

 

A History of Violence (2006)

David Cronenberg er ekki alltaf maðurinn sem fer fínt í hlutina þegar kemur að ástarleikjum og í A History of Violence eru tvær senur þar sem Viggo Mortensen og Maria Bello fá aðeins að hamast á hvoru öðru. Fyrri senan er reyndar lágstemmd og krúttleg en sú eftirminnilegri er agressíft kynlíf þeirra í stigaganginum, sem best skal lýsa sem  „reiði-reið“. Það er margt ósagt í þessari senu sem kemur miklu til skila, en þó staðsetningin ku ekki vera sérlega hagnýt (og hversu vond fyrir bakið?) þá spyr lostinn ekki alltaf um stað né stund.

Þess má einnig geta að A History of Violence er fyrsta bandaríska kvikmyndin sem inniheldur stellinguna 69, samkvæmt yfirlestri leikstjórans á myndinni.

 

Showgirls (1995)

Það er ekkert hægt að segja um þessa senu sem skýrir sig ekki betur sjálf þegar þú sérð hana. Kannski var það allt hluti af gríni leikstjórans Paul Verhoeven að sýna Elizabeth Berkley og Kyle MacLachlan að busla eins og óðir bavíanar í einhverri súrustu kynlífssenu fyrr eða síðar. Tónlistin gefur að minnsta kosti til kynna að við eigum að taka þessa senu nokkuð alvarlega, en hvað sem á sér stað þarna í sundlauginni er ljóst að Kyle virðist á köflum vera eins áttavilltur á svipinn með ópin í Berkley og við sem erum að horfa.

Deadpool (2016)

Jólin, Valentínusardagur, Hrekkjavaka… Alþjóðlegi kvennadagurinn. Aðalparið í Deadpool lætur sér ekki leiðast á dögunum sem skipta máli.

 

Original Sin (2000)

Myndin er hrútleiðinleg en það gleður augun í smástund að sjá jafnheita tvennu og Angelinu Jolie og Antonio Banderas að rífa hvort annað úr tímabilsfatnaði sínum. Ástarsenurnar í myndinni eru jafnvel svo heitar að markaðssetningin á sínum tíma spurði hinnar merku spurningu: Eruð þið tilbúin fyrir Angelinu Jolie nakta?

 

Underworld: Rise of the Lycans

Þessa þekkja örugglega fáir, en útkoman er bjánaleg og stórfyndin á sama tíma, sem var trúlega ekki ætlunin. Ég veit svo sem ekki hver ætlunin var en að sjá Michael Sheen og Rhonu Mitru stunda slow-mo samfarir við klettabrún (á meðan hann lítur í smástund út fyrir að tapa sér úr hræðslu) er svo sannarlega efni í bækurnar. Þú finnur að minnsta kosti fátt minnisstæðara úr þessari mynd, það á hreinu.

 

Avatar (Special Edition útgáfan – 2010)

Kynlíf hjá geimverum er alltaf eitthvað sem er þess virði að skoða, en hér mætast halar aðalpersónanna í orðsins fyllstu merkingu. Útkoman er bæði stórkostlega skrýtin, jafnvel meinfyndin, en í senn falleg og uppfull af nánd.

 

Shoot Em Up

Shoot ‘Em Up er af sumum talin vera nokkrum númerum of yfirdrifin, öðrum þykir þetta ákaflega vanmetin hasarsteypa sem snýtir sér með lógík… ítrekað.

Þó hugtakið sé kannski að einhverju leyti frekar úrelt þá er Shoot ‘Em Up mikil „strákamynd“, í orðsins fyllstu merkingu, sem gengur út á það að toppa hverja vitleysu á eftir annarri. Einum hápunktinum er náð (í fleiri en einni merkingu) í senu þar sem hetjan okkar, Clive Owen, á lostafulla stund með Monicu Bellucci á meðan óþokkar ryðjast inn og reyna að skjóta allt í spað.
Owen neitar að sjálfsögðu að láta þetta stoppa sig, svo hann múltítaskar eins og fagmaður á meðan Monica stynur á fullu. Þau veltast um allt herbergið – og fólk getur meira eða minna ímyndað sér hvernig senan klárar sig af.

Munich (2005)

Hér kemur skilgreiningin á því að vera annars hugar í miðjum klíðum, ef ekki þá ein leið til þess að, eins og sagt er,„serða sársaukann burt“. En hér er rennandi sveittur Eric Bana að sýna sína allra bestu svipi – í slómó, í miðjum „klímax“ myndarinnar. Þetta skrifar sig sjálft.

 

Ghost (1990)

Þessi ljúfa sena fær með naumindum að teljast með, en hún er bara of klassísk til þess að ekki eiga erindi hingað. Jafnvel fólk sem aldrei hefur séð Ghost hlýtur að kannnast við þessa nautnalegu uppstillingu.
Leirkeragerð, sætar stjörnur og Righteous Brothers á fóninum.
Stundum þarf ekki meira.
Er ykkur ekki heitt?

 

Bound (1996)

Hin bráðskemmtilega og ástríðufulla glæpamynd Wachowski-systra (sem árið 1996 voru kallaðir „Wachowski-bræður“) vakti mikla lukku á sínum tíma og kom þeim á kortið. Gina Gershon og Jennifer Tilly kveikja í hvíta tjaldinu, skömmu eftir að persónurnar kynnast.

 

Boogie Nights (1997)

Fyrsti vinnudagurinn í nýju starfi getur oft verið erfiður eða valdið streitu. Í Boogie Nights mætir persónan Dirk Diggler (leikinn af ungum og efnilegum Mark Wahlberg) til starfa á tökustað klámmyndar. Á móti honum er hin bráðfallega Julianne Moore og eiga þau saman huggulega stund fyrir framan heilt tökulið. Þarna sjá líka samstarfsmenn Digglers hvaða hæfileika hann hefur fram að færa.

 

Crash (1996)

Cronenberg er einn prakkaralegur maður. Í þessari mynd er aldeilis enginn skortur á afbrigðilegum hegðunum, enda bíómynd sem gengur út á hóp fólks sem fær sérstakt kikk út úr bílslysum. Ef það er eitthvað sem á erindi inn á „Nú-hef-ég-séð-allt!“-listann þá er það atriði þar sem James Spader byrjar að stinga saman nefjum við Rosönnu Arquette. Skemmst er frá því að segja að hann rýtir guttanum sínum litla í opið sár á frúnni, sem hún öðlaðist eftir… hvað annað… bílslys.

Hún virðist samt ekki vera að hata það.

 

Crank/Crank 2 (2006/2009)

Hressing á almannafæri getur verið mikil áhætta, en það virðist ekki stoppa Jason Statham og Amy Smart í báðum Crank-myndunum. Fagnaðarlætin í viðstöddu fólki spila stóra rullu í þessari epík, bæði skiptin.

Black Swan (2010)

Umtöluð sena í umdeildri dramahrollvekju leikstjórans Darren Aronofsky. Natalie Portman fer með leiksigur ferils síns sem snaraði henni Óskarsstyttu í hlutverki metnaðarfullu en feimnu ballerínunar Ninu sem er á barmi geðþrots. Á miðri leið í leit sinni að hinni fullkomnu dansframmistöðu kynnist hún Lily, leikin af Milu Kunis. Þegar Nina byrjar aðeins að losa beisli sitt fer heilinn hennar á ýmsa staði, þar á meðal staði þar sem hitnar sérdeilis í kolunum hjá þessum fínu dömum.

 

MacGruber (2010)

Það er mikil hefð í ’80s spennumyndum að bjóða upp á eina sjóðheita og helst temmilega sveitta kynlífssenu áður en seinasti þriðjungurinn er kominn á fullt (sjá Highlander, The Lost Boys, Terminator o.fl.). Þetta er eitthvað sem paródíumyndin MacGruber gerir sér fullkomlega grein fyrir, og hér er mynd sem hefur unnið sína heimavinnu vel þegar kemur að ’80s-klisjum – og að ganga skrefinu lengra með þær.
Ástarsenan milli Will Forte og Kristen Wiig byrjar svosem sakleysislega en verður ruglaðri eftir því sem á líður, vægast sagt.

Sambærileg athöfn endurtekur sig síðan stuttu seinna með Mayu Rudolph… í kirkjugarði reyndar. Tæknilega séð eiga báðar senurnar heima á þessum lista.

 

Don’t Look Now

Ógleymanleg þessi. Sena sem er svo… ágeng og raunveruleg að sagt er að Warren Beatty, þáverandi maki Julie Christie, hafi trompast yfir henni og heimtað að hún yrði klippt út. Christie og Donald Sutherland eiga flottan samleik í allri myndinni en þessi sena hefur skapað mikið umtal í gegnum tíðina og hafa ýmsar sögur flogið um að parið hafi í rauninni ekki verið að leika þetta.
Blikk, blikk.

 

Team America: World Police (2004)

Margir hverjir hafa örugglega einhvern tímann tekið Barbie og Ken dúkkur og klesst þeim saman. Þetta er ekki ósvipað því, bara hundrað sinnum fyndnara.

 

Basic Instinct (1992)

Hér kemur krúnudjásnið á þessum lista. Það tók heila fimm daga að taka upp þessa einu senu, sem er ekki óskiljanlegt – þetta er ein af mikilvægustu senum myndarinnar, og þegar myndin á boðstólnum er erótískur þriller má svo sem sjá af hverju.

Basic Instinct frá Paul Verhoeven er enn í dag vel skrifuð og ánægjuleg mynd þar sem ágætar fléttur og spennandi framvinda vefjast saman. Hvorugt myndi þó skipta máli ef kemistrían hjá Michael Douglas og Sharon Stone væri ekki logandi – og hún er algjörlega til staðar í valdaleik þeirra í rúminu þegar lendur þeirra loga, nánast upp að því marki að það kviknar í skjánum. Senan segir líka ýmislegt um þeirra dýnamík og karakter og nær að vera bæði furðuleg og intensíf á sama tíma. Ekki er senan of löng heldur, þó bandaríska kvikmyndaeftirlitið hafi sagt annað á sínum tíma.

 

 

Dettur þér í hug einhver klassísk, brennheit eða hallærisleg sena?

Lát heyra!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár