fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Kynning

Skema hjá Háskólanum í Reykjavík: Námskeið sem veita börnum forskot til framtíðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skema er deild innan Opna háskólans í HR sem býður upp á forritunarkennslu fyrir börn. Skema býður upp á fjölbreytt námskeið sem gera börn hæfari til að fóta sig í heimi tölvutækninnar og efla þroska þeirra á margvíslegan annan hátt. Kennsluaðferðir Skema hafa verið þróaðar út frá rannsóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. Undirstöðuatriði kennslunnar eru jákvæðni, myndræn framsetning og notkun á þrívíðum forritunarumhverfum til að auðvelda börnum að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar.

Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 4–16 ára. Þau efla allt í senn rökhugsun, sköpunarhæfni, félagsfærni, samvinnufærni, samskipti og sjálfsmynd, auk þess sem börnin eflast mjög í því að leysa þrautir.

Meðal námskeiða í boði í sumar eru C# forritun sem kemur mjög við sögu við þróun tölvuleikja, grunnnámskeið í forritun, Kano tölvan og python forritun en þar setja nemendur tölvuna sem þeir nota saman sjálfir, Minecraft-námskeið þar sem nemendur laga Minecraft-leikinn að eigin ímyndunarafli, Kodu-forritun þar sem krakkar kynnast hönnun tölvuleikja og leysa einföld stærðfræðiverkefni með tölvuleikjagerð, Maya þar sem áhersla er á þrívíddarhönnun og hreyfimyndir, og ýmis fleiri skyld námskeið.

Námskeiðin hjá Skema efla börn í leik og starfi og veita þeim forskot til framtíðar í heimi sem verður sífellt tæknivæddari.

Ítarlegar upplýsingar, þar á meðal stundaskrá, er að finna á www.skema.is. Þar er jafnframt hægt að skrá sig inn á námskeiðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi