Ari Edwald, forstjóri MS, ber sig illa eftir að Samkeppniseftirlitið lagði 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína í sölu á hrámjólk til keppinauta, og klekkja þannig á öðrum aðilum. Á honum má skilja að fyrirtækið standi höllum fæti: „Afkoman er í raun mjög lítil af þessari starfsemi.“
Hann lofar viðskiptavinum því að þeir muni borga sektina í formi hærra vöruverðs. Ari fær bágt fyrir hjá almannatenglinum Andrési Jónssyni, sem skýrir málið. „Glatað hvað margir trúa svona MS söng um að samkeppnissektir séu borgaðar af neytendum. Nei, þær skapa færi fyrir aðra að keppa við þá seku.“