Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata
808.000 kr. á mánuði
Helgi Hrafn er á leið í hnapphelduna, en bónorð kærustunnar hans, Ingu Auðbjargar Kristjánsdóttur, vakti sannarlega athygli. Í tekjublaði DV sem kom út í gær kemur fram að tekjur Helga Hrafns á síðasta ári hafi numið rúmum 800 þúsund krónum, en Helgi er sem kunnugt er þingmaður Pírata.
Inga fékk til liðs við sig vini og vandamenn og bað hans í bænum Rieneck í Þýskalandi. Hópurinn framdi svokallað „flashmob“ og dansaði við Eurovision-lag. Þegar Inga Auðbjörg birtist lyftu þau peysum sínum og afhjúpuðu stafi sem mynduðu orðin „Viltu giftast mér?“ Uppátækið var tekið upp á myndband og fór sigurför um netheima.
Helgi vakti athygli í vikunni þegar hann tilkynnti að hann ætlaði sér ekki að bjóða sig fram í næstu Alþingiskosningum. Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun en Helgi sagðist ætla að einbeita sér að grasrótarstarfi Pírata á næsta kjörtímabili.