fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
FókusKynning

Siglinganámskeið í Nauthólsvík fyrir 9 ára og eldri: Komdu að sigla!

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey er íþróttafélag sem er öllum opið sem hafa áhuga á siglingum, jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Á hverju sumri heldur Brokey siglinganámskeið í Nauthólsvík. Þar æfir öflugur hópur ungmenna kænusiglingar. Á æfingum er lögð áhersla á að öllum þátttakendum líði vel og að dagskrá námskeiðsins sé fjölbreytt,  þroskandi og skemmtileg. Mikil áhersla er á öryggi þátttakenda og starfsfólks. Siglingar eru háðar duttlungum veðurguðanna og því getur dagskráin tekið breytingum. Samt verður farið út á sjó hvernig sem viðrar. Farið er yfir helstu atriði siglinga, öryggisatriði og almenna sjómennsku. Þessi námskeið henta bæði byrjendum og lengra komnum. Kennt er samkvæmt námskrá Siglingasambands Íslands og miðast við að nemendur geti siglt kænu einir og með öðrum undir eftirliti að námskeiði loknu. Kennt er á eins og tveggja manna kænur.

Námskeiðin eru ætluð 9 ára og eldri. Áhugasamir geta prófað einn eða tvo æfingadaga ókeypis.

Byrjendur geta skráð sig í sérstaka byrjendamóttöku sem verður 11. júní, 18. júní,  25. júní, 9. júlí og 16 júlí. Tilgangurinn með henni er að byrjendur fái nánari leiðsögn fyrstu vikuna. Athugið að byrjendur greiða sama gjald og aðrir.

Þegar byrjendaviku er lokið byrja allir í B-hópi sem æfir mánudaga til föstudaga frá kl. 12 til 16.

Markmiðið hjá B-hópnum er að skemmta sér við siglingar og verða færari í siglingum; þeir sem hafa metnað til þess geta færast síðan upp í A-hóp og keppt að því að komast í keppnislið félagsins. A-hópur æfir mánudaga til föstudaga frá kl. 16 til 19.

Nánari upplýsingar og skráning eru inni á vefsvæðinu: http://brokey.is/siglinganamskeid/aefingahopur/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi