fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Kynning

Reiðskóli Reykjavíkur: Reiðnámskeið er lykillinn að ógleymanlegu sumri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiðskóli Reykjavíkur hefur verið starfandi frá árinu 2001. Eigendur skólans eru hjónin Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson. Þau hafa stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini, fyrst sem áhugamál og síðan sem aðalatvinnu.

Samhliða starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur reka hjónin hestamiðstöðina Ganghestar, þar sem þau bjóða upp á þjónustu við hestafólk, t.d. kaup og sölu á hrossum, reiðkennslu, frumtamningar og þjálfun á kynbóta- og keppnishrossum.

Edda Rún og Sigurður halda fjölmörg reiðnámskeið um allan heim og fara reglulega til Noregs, Hollands, Svíþjóðar, Belgíu og Þýskalands.

Reiðskóli Reykjavíkur er með aðsetur að Fákabóli 3, 110 Reykjavík, sem er staðsett fyrir framan Félagsheimili Fáks í Víðidal.

Mynda náin tengsl við hestinn

Reiðnámskeið Reiðskóla Reykjavíkur hefjast á vorin þegar skóla lýkur og eru frábær tilbreyting frá skólanáminu enda fátt hollara börnum en að kynnast þeim gáfuðu dýrum sem hestar eru, njóta útiveru í góðum félagsskap og rækta með sér það frábæra áhugamál sem hestamennskan er.

Námskeiðin eru fyrir aldurshópinn 6 til 15 ára. Hver nemandi er með sama hestinn út námskeiðið – nema ef samið er um annað. Með þessu móti myndar barnið náin tengsl við dýrið. Nemendur sem eiga eigin hesta geta tekið þá með sér á námskeiðið ef þeir kjósa svo.

Kennslan í reiðskólanum skiptist í verklega og bóklega kennslu en er mest byggð upp á verklega þættinum þannig að nemandinn öðlist leikni og hæfni í að sitja og stjórna hestinum. Einnig kynnast nemendur helstu gangtegundum hestsins, læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins og hvernig á að leggja á bak og beisla hest.

Í lok reiðnámskeiðsins er sýning hjá þeim sem eru í tveimur fyrstu  hópunum og er foreldrum og forráðamönnum boðið að koma og sjá hvað barnið hefur lært á námskeiðinu. Jafnframt fær hver nemandi afhent viðurkenningarskjal með mynd af sér á hestinum sínum. Hvert námskeið endar síðan á grillveislu.

Ítarlegar upplýsingar er að finna um námskeiðin á vefsíðunni reidskoli.is og þar er jafnframt hægt að bóka námskeið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi